fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Klukks

Ég hef ekki verid nettengd sídan á sunnudaginn thegar ég var ad skrifa thennan póst...nádi aldrei ad birta hann svo here it goes!

núverandi tími: 22:33, DK
núverandi skap: hálfgerdur sunnudagur í manni
núverandi hár: Lekkert ad vanda
núverandi pirringur: inngróin hár á leggjunum
núverandi lykt: my sweet sweet scent
núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: Vaska upp
núverandi skartgripir: naflalokkurinn minn
núverandi áhyggja: Ætli ég vakni ekki ørugglega á morgun?
núverandi löngun: Vildi ég ætti rettur
núverandi ósk: Ad verda ógisslega dugleg
núverandi farði: enginn
núverandi eftirsjá: Ætla nú ekki ad byrja á theim;)
núverandi vonbrigði: Pizzan sem ég keypti í dag var ekki jafn gód og ég hafdi vonad
núverandi skemmtun: Ad vera ekki ad vaska upp
núverandi ást: Lífsástin
núverandi staður: Nørrebrø, Danmark
núverandi bók: Huset ved kysten
núverandi bíómynd: The Weight of Water rétt ádan
núverandi íþrótt: Heilsubótardjamm
núverandi tónlist: Anna David, Fuck dig
núverandi lag á heilanum: Fuck dig
núverandi blótsyrði: Fuck dig
núverandi msn manneskjur: Ég er alein
núverandi desktop mynd: Angelina Jolie...of course:)
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Reyna ad sofna
núverandi manneskja sem ég er ad reyna ad fordast: Bara ég sjálf
núverandi dót á veggnum: Já..einhver skrítin mynd..


Og hvad svo, á ég ad klukka einhvern oder was? Er svo ekki inní thessu;)

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Nostradamus

Dreymdi mig ekki í gærnótt gos í Krøflu og thar á eftir á Bláfjøllum. Ussu suss, er madur ordinn geggjadur??

Draumar og vitranir Íslendinga

Ljóst er að áhugi Íslendinga á huliðsheimi manns og náttúru hefur ævinlega verið mikill. Veruleikinn hefur reynst mörgum vandráðnari en svo að hugsunargrundvöllur efnishyggjunnar dugi ævinlega til skilnings. Á undanförnum árum hefur þess gætt í auknum mæli að fólk skýri frá dulsýnum sínum og annarri sálrænni reynslu. Þar hefur margt borið á góma, bæði margþætt og sérstætt, og ýmislegt sem er þess verðugt að um það verði ritað lengra mál en hér er gert. Könnun meðal Íslendinga sem búa yfir skyggnigáfu leiddi í ljós að þeir höfðu haft draumfarir sem bentu í sömu átt.

Draumspakur maður og dulskyggn fékk ákveðnar upplýsingar í draumi:


Farið var með hann í flugferð yfir svæðið næst höfuðborginni. Honum var sagt, að þáverandi tímatal væri 2020 og honum voru sýndar breytingarnar, sem orðnar voru. Hið helsta úr lýsingunni var það, að Hafnarfjörður var kominn undir hraun að miklu leyti. Byggðin á Seltjarnarnesinu öllu var eydd og gamli miðbær Reykjavíkur sokkinn í sæ. Þéttasta byggðin átti hins vegar að vera komin í Mosfellsdalinn.

Annar maður varð fyrir svipaðri reynslu í draumsvefni. Hann segir svo frá:

Draumurinn var á þá lund, að ég þóttist sjá landabréf af Íslandi, sem var svarthvítt og flatt að öðru leyti en því, að Reykjanesið var marglitt og upphleypt eins og plastkortin líta út. Þetta var reyndar í fyrsta sinn, að ég sá upphleypt kort, þ.e. í draumnum. Mörkin milli litaða svæðisins og þess svarthvíta á kortinu voru lína sem lá í suðvestur-norðaustur og lá nokkurn veginn með Kleifarvatni endilöngu og síðan í norður í átt til Straumsvíkur. Eftir því, sem ég heyrði fleiri frásagnir af draumum varðandi þetta mál allt, þýddi ég drauminn á þann veg, að Reykjanesið muni klofna frá meginhluta landsins í stórbrotnum náttúruhamförum.

Sami maður segir að atburðarásin verði þannig:

Eftir Vestmannaeyjagosið verður gos í Kröflu. Þar á eftir verður svo Suðurlandsskjálfti og Kötlugos. Nokkru síðar verður gos í Bláfjöllum.
Kona sem er sjáandi sá Reykjavík og nágrenni í framtíðarsýn. Henni virtist Reykjanesið hafði orðið fyrir stórfelldri jarðfræðilegri röskun. Hún segist ekki geta fullyrt hvenær þessu vindur fram, né hvort breytingarnar gerist með snöggum hætti eða smám saman. Frásögn hennar er þannig:


Stór hluti Reykjavíkur er kominn undir sjó. Öskjuhlíðin og Langholtið eru óbyggðar eyjar. Valhúsahæðin og ýmsir aðrir staðir standa líkt og sker upp úr sjónum. Það er byggð í útjaðri Breiðholts, en þó fyrst og fremst við Úlfarsfell, upp Mosfellsdalinn og meðfram Kjalarnesinu.

Ég sé að það hafa orðið miklar jarðhræringar og eldsumbrot á Bláfjallasvæðinu. Það leggur hraunstraum niður Elliðaárdalinn. Hafnarfjörður er í eyði og Grindavík hefur horfið með öllu. Það er engu líkara en að Reykjanesið hafi færst til í gífurlegum náttúruhamförum.

Ung kona sem er berdreymin og hefur orðið fyrir margvíslegum sálrænum viðburðum segir frá reynslu sinni á þennan veg:

Þegar ég var á barnsaldri fór ég stundum "út úr líkamanum", bæði í svefni og vöku. Ég var þá oft komin upp undir loft og sá sjálfa mig liggjandi í rúminu. Ég gat svifið um á alla vegu, rétt eins og fugl, og séð það sem fyrir bar. Þessu fylgdi mjög ánægjuleg tilfinning og gerði ég þetta oft mér til dægrastyttingar. Ég ferðaðist stundum um allt húsið og gat fylgst með því sem foreldrar mínir voru að gera og segja í öðru herbergi og sagt þeim síðar frá því í smáatriðum. Þau trúðu mér þó ekki, töldu mig ljúga eða ásökuðu mig fyrir að hafa legið á hleri og njósnað um sig. Áður en Vestmanneyjagosið varð dreymdi mig það í þrjár nætur samfellt. Síðustu nóttina sá ég hvernig fólkið flúði í átt að bryggjunni og þegar ég vaknaði um morguninn leið mér vel því ég vissi að enginn hafði farist. Skömmu síðar fór ég í ferð um landið og var þá bent á þá staði þar sem yrðu eldsumbrot. Ég vissi að eftir Vestmannaeyjagosið yrði gos í Kröflu og því næst í Heklu. Þá verður einnig mikið eldgos nálægt Reykjavík. Rúmlega tvítug bjó ég í Efra-Breiðholti og dreymdi mig þá þennan draum. Mér fannst ég rísa úr rúmi mínu og ganga fram í stofu, að stofuglugganum. Þá sá ég sjón sem ég gleymi ekki á meðan ég lifi. Ég sá fólk flýja skelfingu lostið í átt að Mosfellssveit. Í áttina að Hafnarfirði var eldur og óhugnanlegur reykjarmökkur, sem færðist nær með braki og brestum. Vegna þess að flest af því sem mig hefur dreymt um framtíðina hefur komið fram varð ég mjög óttaslegin vegna þessa draums. Í margar vikur á eftir hafði ég alltaf til taks það allra nauðsynlegasta, ef til þess kæmi að ég þyrfti að flýja. Í nóvember 1987 dreymdi mig aftur Reykjavíkurgosið. Í Elliðaám sá ég glóandi hraunstraum. Þetta gerist að nóttu til og án nokkurs fyrirvara. Rafmagnið fer af og ég skynjaði hvernig undarleg og óþægileg lykt mengaði andrúmsloftið. Margir verða að flýja heimili sín. Mér finnst vera stutt í þennan atburð.

Mig hefur einnig dreymt draum sem bendir til þess að landinu okkar verði stjórnað af útlendingum í trássi við vilja þjóðarinnar. Þegar það verður mun fólk lifa saman í litlum hópum og grafa sér byrgi til þess að verjast hættu sem berst með vindinum. Það verður starfandi skipulögð andspyrnuhreyfing þó að flestir sætti sig við ríkjandi ástand.

Kíkid á síduna hérna

arg!

Fólk getur verid alveg hreint ótrúlegt. Ég er í svaka veseni med stelpuna sem ég var ad leigja íbúdina af í tvo mánudi. Hér úti borgar madur alltaf depositum, eda tryggingu, fyrir leiguíbúdir thannig ad thrátt fyrir uppsprengda leigu, 6000 á mánudi, thá borgadi ég 8000 kall í tryggingu. En málid er ad nú er stelpurassgatid búid ad saka mig um ad hafa eydilagt hitt og thetta og neitar ad borga mér til baka. Medal annars á ég ad hafa eydilagt badgólfid, bløndunartækin, hillu og spegil á badinu, gólfid fyrir framan badherbergid, allt gólfid í stofunni og bakaraofninn... sem ég sagdi henni um leid og ég skiladi íbúdinni ad ég hefdi aldrei notad thví ég kynni hreinlega ekki á hann! Thetta med stofugólfid kom reyndar upp ádur en ég flutti út og ég tók thad gjørsamlega á mig thví ég gekk óvart á háum hælum á trégólfinu og thad komu holur í thad. Ég baudst strax til ad borga thad, ekkert mál, enda søkin mín. Svo kemur reyndar í ljós thegar vid ma erum ad thrífa og setjum svefnsófann, sem hafdi ekki verid hreifdur sídan ég flutti inn, saman, ad samskonar gøt voru undir sófanum! Gellan hardneitadi ad thessi gøt hefdu verid tharna og kenndi mér um. Ég sagdist ekki nenna ad standa í rifrildi, ég myndi bara borga thetta. Stína og Palli kønnudu fyrir mig á netinu hvad thad myndi kosta og vid søgdum henni thad og allt í gódu. En núna segir hún ad thad sé miklu dýrara en vid søgdum og vill meiri pening. Stína ætladi ad tala vid leigjendasamtøkin í dag og ég heyri í henni á eftir hvort eitthvad sé hægt ad gera. Stelpuskømmin er audvitad med peninginn minn og thad er erfitt ad neyda thá út út henni án thess ad fá einhverja hjálp. Mann langar bara virkilega ad lumbra á svona ósvífnu fólki! Ohh hvad thad kraumar í mér, vissi ekki ad thad væri til svona ømurlegt fólk. Sem betur fer er thad yndisleg stúlka sem á íbúdina sem ég leigi núna. Ég man thad núna ad grýlan sýndi mér thegar ég flutti út hvernig á ad kveikja á bakaraofninum, ef ég skyldi leigja íbúdina hennar aftur seinna!! Já heldurdu thad brjálada trunta!


Jæja hvad um thad, ad gledilegri málefnum:) Malmø var ædisleg, spurning um ad skella inn nokkrum myndum vid tækifæri! Tók lestina heim klukkan 4:22 og var løgst á koddann klukkan 6! Thid verdid endilega ad koma í heimsókn og kíkja á næturlífid hér á ”meginlandinu”;)

Thá er komid ad anatomiu lestri, próf á føstudaginn, kemiprófid í gær hefdi alveg getad getad gengid betur svo thad er spurning um ad lesa adeins fyrir thetta próf! Tata í bili ástirnar mínar, látid nú vita af ykkur!

laugardagur, nóvember 12, 2005

Det var brændevin i flasken...

Ef fólk vill panta sér tíma í snyrtingu á milli jóla og nýárs thá er tíminn núna! Nudd, fótsnyrting, handsnyrting, plokkun og litun, vax, you name it, I'll do it!

Er á leidinni til Malmø, Sweden, lige om lidt. Thar mun verda djúsad, hlegid og gantast og haldid í fylkingu á hip hop djamm. Ad sønnum Íslendinga sid er ég íklædd lopapeysunni gódu sem fjølskyldan gaf mér í afmælisgjøf, sama hvad hver segir, og er stolt af thví! Veit nú ekki hvad tískufríkurnar bekkjarsystur mínir segja vid thessum hroda:) Vantar bara brennivínspelann í buxnastrenginn, thá myndi ég fíla mig fullkomna!

Svo er efnafrædipróf á mánudaginn, vona ad heilsan verdi í nógu gódu lagi fyrir lestur á morgun..efast samt einhvernveginn um thad thar sem ég mun ad øllum líkindum fara mjøg seint ad sofa í nótt, tharf ad taka lestina heim og strætó og svona ves. En kannski fylgir prófaheppnin mér ennthá eftir, stelpurnar eru farnar ad verda øfundsjúkar útí límheilann minn...nenni aldrei ad læra en gengur alltaf vel á prófunum;)

Ad lokum getid thid haft samband vid mig ef thid viljid stærri brjóst, ég hef fundid uppskriftina! Hef reyndar ekki bruggad seydid enn vegna innihaldsefnaskorts, en hef fulla trú á thví;)

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Frítt net!!

Fann ég ekki bara unprotected thrádlausa tengingu hérna í nýju íbúdinni minni! Flutti inn á thridjudaginn, ædilsleg íbúd! Svo átti ég jú afmæli í gær, hélt fámenna en mjøg gódmenna veislu med gódum mat og víni. Stína yndi eldadi fyrir mig ædislegan pottrétt svo ég thurfti ekki annad en ad leggja á bord og skaffa medlæti, thad er gott ad hafa svona auka mømmu hérna í Køben:)

Thad er ennthá jafn yndislegt ad vera hér, mér hefur sjaldan lidid jafn vel verd ég ad segja. Samt sakna ég smá ad vada snjó upp ad hnjám og finna frostid bíta kinnarnar. En kunnugir segja ad ég sé ekki ad missa af miklu;) Hérna er ennthá vedur fyrir thunna jakka og háa hæla og thad er ágæt tilbreyting, en thad er eitthvad vid fjøllin heima sem ég bara sakna.

Annars langar mig ad minna ykkur á spádómana um Ísland; midbær Reykjavíkur mun søkkva í sæ, Hafnarfjørdur mun hverfa undir hraun og adalbyggdin flytja til Mosfellsbæjar. Thetta mun gerast í miklum náttúruhamførum, eldgos... ad nóttu til og án nokkurs fyrirvara. Svo endilega, ekki flytja í midbæ Reykjavíkur!