Langur tími frá síðasta bloggi. Ég er barasta hætt að nenna þessu. Reyndar búið að vera mikið um að vera hjá mér, þrjár vinkonur komið í röð til Köben með menn og jafnvel börn plús ma, pa og Gumms og ég hef verið í fullu starfi í verslunarferðum, dýragarði og Tivoli, orðin sárfætt mjög. En það er gaman að fá gott fólk í heimsókn svo ég kvarta ekki.
Ég er að koma heim á morgun í tæpt vikustopp, verð nú líklega frekar upptekin með Bjartmari en kannski maður hafi smá tíma aflögu í einhvern hitting um helgina, það kemur í ljós, hafi bara samband þeir sem vilja, það er að segja ef einhver les þessa síðu ennþá, ekki eins og það gerist mikið hér. En já, er farin að leita að vegabréfinu, merkilegt hvað ég er góð í að geyma það á góðum stöðum!
þriðjudagur, júní 27, 2006
Birt af Gagga Guðmunds kl. 19:50 |
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)