Þá er maður kominn aftur í ofsahitann í Köben. Það var gott að koma aðeins heim til Akureyrar, þó að tilefnið hafi verið sorglegt. Veðrið var ljúft og gott. Samt alltaf janf skrítið veðrið á Íslandi, breytist frá einni mínútunni til þeirrar næstu, og hvergi hef ég séð annan eins himin. Ja sei sei, Akureyrin er indæl. Það var svolítið erfitt að þurfa að fara svona fljótt aftur, vikan leið alltof hratt, hefði viljað knúsa hann Bjartmar minn aðeins lengur...
Snúum okkur að gleðilegra efni. Ég og Sharon vinkona mín gerðum okkur ferð í gærkvöldi út á Österbro, nánar tiltekið í Parken. Þar hélt Robbie Williams sína seinna tónleika og við ætluðum að setjast á kaffihús rétt hjá og tékka hvort við myndum ekki heyra einhvern óm þangað, þar sem tónleikarnir voru jú undir berum himni. Við áttum sem sagt enga miða á tónleikana. Það reyndist nú ekki mikið úrval kaffihúsa í nágrenninu svo við gengum inn á "tónleikasvæðið" fyrir utan Parken og fundum þar bjórsölu, stóla og borð, og plöntuðum okkur þar, alsælar í góða veðrinu. En hvað heldurðu, Sharon er greinilega með samböndin í lagi því hún rakst þarna á gamlan yfirmann sinn sem var að sjá um eitthvað í sambandi við tónleikana, og hann reddaði okkur aldeilis ókeypis inn! Svo við keyptum okkur bara öller og skelltum okkur á þrusu tónleika, 40.000 manns, við stóðum næstum fremst aðeins til hliðar við sviðið, enginn troðningur og allir voða easy á því eitthvað, og eyrun á mér eru enn hálf aum:) Skemmtilega heppnar...
Það er svo ofsalega heitt hérna núna, maður situr í svitabaði langt fram á nætur, kólnar ekkert að ráði fyrr en seint á næturnar og svalinn endist kannski í tvo tíma, þá er sólin komin aftur á loft. Væri gott að geta tekið smá syrpu á Vegagerðinni núna, svona aðeins til að kæla sig niður;) En það má víst ekki kvarta yfir svona blíðu, leggjast frekar bara á ströndina og njóta þess að upplifa eitthvað annað en kuldagalla og stígvél á sumrin:)
Svitakveðjur frá Köben!
sunnudagur, júlí 09, 2006
Birt af Gagga Guðmunds kl. 00:10 |
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)