miðvikudagur, ágúst 09, 2006
Ekki leiðum að líkjast
Your Aura is Blue |
Spiritual and calm, you tend to live a quiet but enriching life. You are very giving of yourself. And it's hard for you to let go of relationships. The purpose of your life: showing love to other people Famous blues include: Angelina Jolie, the Dali Lama, Oprah Careers for you to try: Psychic, Peace Corps Volunteer, Counselor |
Birt af Gagga Guðmunds kl. 16:43 |
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
Það er einhver gaur á ferðinni í Köben, svartklæddur á svartri skellinöðru með svartan hjálm. Hann rúntar um hjólastígana á kvöldin vopnaður hníf og stingur hjólreiðamenn í bakið. Eftir að lögreglan komst á snoðirnar um þetta hafa allmargir gefið sig fram sem hafa rifið jakkana sína, síðustu mánuðina, á að þeir héldu spegli á skellinöðru sem keyrði framhjá. Skellinöðrufélaginn er sem sagt búinn að rúnta um á kvöldin í einhverja mánuði og ekki stinga fólk heldur ota vopninu að fólki og ef hann er heppinn, rífa fötin þess. Ég veit ekki hvort ég er með brenglaðan húmor eða hvað en mér finnst þetta hálf fyndið. Svo lengi sem enginn slasast það er að segja. Sorglegur gæji. Ég játa það samt að mér dauðbrá á leiðinni heim úr vinnunni í kvöld þegar svartklæddur maður á skellinöðru brunaði framhjá mér.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 22:37 |
sunnudagur, ágúst 06, 2006
Sóóóólstrandar-gella!
Þessarri helgi var eytt í mikla afslöppun í Lyngby. Sofið fram að hádegi, morgunmatur snæddur og svo lagst út í garð í sólbað. Sex tímar í gær og fimm í dag. Það var vel heitt í gær og smá gola en fram til klukkan fjögur í dag var nær ólíft úti, heiðskýrt og blanka logn. Um hálf þrjú leytið var ég komin með svima, þrátt fyrir mikla vatnsneyslu, og svitinn lak í stríðum straumum, svo ég tók mér pásu og skellti mér í kalda sturtu, bar á mig smá sólarvörn, fékk mér spaghettí, og svo hélt ég áfram í maraþon sólbaðinu mínu. Núna HLÝT ég að fá smá lit á kroppinn. Er orðin svolítið pirruð á litleysinu á mér, er með einhverja fílshúð held ég. Maður sér þvílíkt súkkulaði brúnu gellurnar hérna um allt meðan ég er einungis með einhverja smá brúna slettu á handleggjum og bringu. Næsta vika hjá mér verður róleg, er einungis að vinna þrjá daga, svo ég hyggst halda brúnkumeðferðinni ótrauð áfram. Hef ekki verið með almennilega brúnan kropp frá því ég var smá peð á Spáni endur fyrir löngu, og langar svona einu sinni þegar maður hefur almennilegt tækifæri á því að fá fallegan lit. Ekki oft sem maður lendir í svona frábæru veðri mánuð eftir mánuð. Ég verð bara að vera þolinmóð og sætta mig við að húðin mín er ekkert sú virkasta í að taka lit. Svei mér þá, ég held ég setjist aðeins út aftur, synd að láta þessa blíðu fara til spillis;)
Birt af Gagga Guðmunds kl. 18:34 |
föstudagur, ágúst 04, 2006
Ég rétt náði að labba heim úr vinnunni áður en það byrjaði að hellirigna. Nú bylur rigningin á glugganum, ausandi rigning, risadropar. Hitaskúr. Ég vann til hálf sex. Srundum vinn ég til sjö. Skrítið að vakna snemma, mæta í vinnuna, og þegar vinnan er búin þá er dagurinn líka búinn. Og fer að rigna. Eins gott að ég naut þess vel að vera í sumarfríi. Ég hef ekki verið heima hjá mér í marga daga og ísskápurinn tómur og ætlunin að bruna aftur til S og P í Lyngby. Legg ekki í það í þessu skýfalli, verð að láta garnirnar gaula eitthvað enn.
...
Ég er of svöng, skelli mér út.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 18:31 |
miðvikudagur, ágúst 02, 2006
JÆJA PÆJA! Það er búið að vera mikið um gestagang hjá mér síðustu vikur og fólk hefur fallið kylliflatt fyrir hreint æðislegri íbúðinni sem ég bý í og brugðið sér margar ferðir í skápinn oftar af ánægju fremur en nauðsyn. Ég býð upp á afbragðs gistiþjónustu þar sem fólk getur valið um að gista á gömlum grænum sófa í stofunni eða uppí hjá mér, og svo er mjög girnileg sturtuaðstaða í eldhúsinu sem vakið hefur mikla lukku meðal gesta og gangandi. Því miður fer ég að missa þessa íbúð núna í ágúst, efast um að ég finni jafn æðislega íbúð nokkurn tíma aftur!
En þetta er ekki allt dans á rósum, ég hef ekki fundið aðra íbúð, það er brjálað leiguíbúðavesen hérna, mikill skortur á íbúðum, hvað sem hvaða tölur segja. Ég skoðaði eina íbúð sem átti að kosta 5500 á mánuði og hún var hreint út sagt ömurleg, eldgömul og pínulítil og ljót og eigandinn ætlaði þar að auki að fá að nota besta herbergið í íbúðinni undir sitt drasl. Ég er búin að senda út tugi umsókna um íbúðir og þetta var eina svarið sem ég fékk, eigandinn hafði sem sagt fengið um 80 e-mail!
Svo er ég komin í vinnu. Eins og margir vita er ég í pásu frá skólanum, byrja aftur um miðjan október, og fékk vinnu á snyrtistofu, Institut Louise í Hilleröd. Reyndar var ég ráðin á Afrodtie hudpleje á Frederiksberg, rétt hjá þar sem ég bý, með þeim fyrirvara að ég myndi vinna eitthvað í Hilleröd líka, en ég hef látið gabbast eitthvað því ég vinn nær eingöngu í Hilleröd og það er óendanlega langt að fara þangað á morgnana svo ég er nánast flutt til S og P í Lyngby, sem er mun nær Hilleröd en samt alltof langt í burtu, tekur mig klukkutíma að komast í vinnuna héðan. Það er ekkert spes gaman þegar maður er að vinna til sjö á kvöldin. En þetta er fín stofa og ágætar stúlkur sem ég vinn með, allavega við fyrstu kynni, svo þetta hlýtur að verða ágætt. Ég er reyndar svolítið taugaóstyrk að skella mér svona í þessa vinnu en það vonandi reddast þegar ég er komin vel inn í hlutina, veit hvar allt er og hvernig það virkar og læri á öll fjandans kremin sem við vinnum með;)
Annars er það helst að frétta að sólin er farin og við hefur tekið þrumuveður og rigning...þá kemur hiti á Íslandi segja fróðir menn, þá einna helst á Akureyri...en ég vona að það rætist úr þessu um helgina á meðan ég er í fríi úr vinnunni. Ciao í bili.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 15:35 |