Mér finnst ekki nema nokkrir dagar síðan ég bloggaði síðast, en sjá, það er liðinn mánuður. Það var ekki ofsögum sagt í kvæðinu; Tíminn líður hratt á gervihnattaöld! Hoho.. Ég er flutt til Lyngby enn eina ferðina, mikið er ég komin með skelfilega leið á að pakka og flytja, hryllir við tilhugsuninni um næsta flutning.
Ég er bara að vinna og vinna þessa dagana, orðin alveg svaka klár snyrtifræðingur og ég tala ekki um hvað ég er góður nuddari! Ég er búin að stjana svo í kringum fólk síðustu vikur, hátt og lágt, að mig er sjálfa farið að dauðlanga í allsherjar líkamsmeðferð; nokkurra tíma nudd væri vel þegið, andlitsbað, fót- og handsnyrting.. mmmmhmmm! Býður sig einhver fram? Öll tilboð verða tekin til nánari athugunar.
Ég var að koma heim úr vinnunni, vinna alla laugardaga, yndislegt eða hitt þó. Held ég halli mér smá, er eitthvað voða dollíbúss...sætt orð;)
laugardagur, september 09, 2006
Birt af Gagga Guðmunds kl. 15:16 |
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)