Ég átti glimrende góðan dag í dag. Fór í bankann og borgaði reikninga, það var kannski ekkert mjög gaman, en gott að vera búin að því. Labbaði enn eina ferðina framhjá uppáhalds skóbúðinni minni og horfði löngunaraugum á djásnin, kom auga á ansi laglega skó á útsölu, síðasta parið og akkúrat í minni stærð svo ég mátti til með að máta þá. Hælsærið gaf sig og mér blæddi í skóna svo ég neyddist til að kaupa þá (það sagði ég a.m.k við búðarkonuna). Gott að hafa fullgilda ástæðu fyrir skókaupum. Lækkaðir frá 800 niður í 300. Ég snarstansaði svo við búðina við hliðina sem er fornbókabúð og áður en ég vissi af var ég komin með fimm bækur og eina dvd seríu, 6 diska, í fangið. Eigandinn var frekar spes og þuldi upp allt sem ég ætlaði að kaupa, ekki laust við að ég hafi ef til vill roðnað eilítið þegar hann hrópaði; “Lesbian Pulp Fiction, 60 krónur.” Hefði verið aðeins skárra hefði hann hrópað undirtitilinn með (The Sexually Intrepid World of Lesbian Paperback Novels 1950-1965) hehe, en sem betur fer voru ekki margir í búðinni. Einnig keypti ég til dæmis bækurnar “Föt og stíll fyrir menn” frá 1993, þó kápan gefi frekar til kynna að hún sé frá 1983, og “Bókin um vasareikna” frá 1976. Eftir þetta settist ég út á veitingastað og pantaði mér kjúklingasalat á hádegistilboði, 39 krónur, og eitt glas af rauðvíni hússins og naut sólarinnar, aldei þessu vant. Yndislegt að eiga frídag frá vinnunni.
Hmmm...held ég hafi eldrei skrifað jafn mikið af tölum í einni færslu. Ég hlýt að vera undir áhrifum bókarinnar um vasareikna. Reyndar alveg magnaðar myndir í þeirri bók... látið bara vita ef þið viljið fá hana lánaða. Býst við mikilli eftirspurn svo það verður bara “fyrstir koma, fyrstir fá.” Líka áhugaverð bókin um lesbíusögurnar. Þær voru skrifaðar á eftirstríðsárunum í Bandaríkjunum þar sem samfélagið leit á samkynhneigða sem sjúka og samkvæmt lögunum voru þeir glæpamenn. Útgáfufyrirtækin voru því með strangar reglur um hvernig þessar sögur skyldu enda; “Make sure you tack on an ending of misery, punishment, sadness - that was the commercial voice, loud and distinct.” Sumar sögurnar enduðu þó vel, og ef þær þurftu að enda illa var “góði hlutinn” bara hafður um miðbik sögunnar, eða endirinn skrifaður á einskonar dulmáli samkynhneigðra. 22 spennandi sögur bíða lesningar, ef ég verð ekki orðin “kynvillt” eftir þá lesningu veit ég ekki hvað;) Já og ekki má gleyma að minnast á bókarkápurnar. Það hefur greinilega orðið mikil afturför í útliti lesbía á síðustu fimmtíu árum! Kápurnar prýddu kvikmyndastjörnu útlítandi kynbombur með seiðandi augu og sprengibrjóst. Ef allar lesbíur litu svona út í gamla daga skil ég vel að konur hafi snúsist allasvakalega og skilið við mennina sína;)
En dagurinn er ekki búin enn, kom bara við heima til að skila af mér og nú er ég rokin út aftur. Birti jafnvel nokkrar myndir með næsta bloggi, mikið að hlakka til!
miðvikudagur, ágúst 22, 2007
Birt af Gagga Guðmunds kl. 18:21 |
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)