ótrúlegt en satt og klukkan ekki orðin hálf tvö! Þurfti nefnilega að klára sex verkefni fyrir morgundaginn til að þau teljist með í einkunn, hef ekki alveg verið með hugann við efnið á þessum síðustu og myrkustu snjóadögum. Ég er greinilega bara mun gáfaðri en ég hélt, eða nei, alveg jafn gáfuð og ég hélt bara einstaklega seig í að sleppa auðveldlega í gegnum verkefni... þetta voru svona krossaspurningar á heimsíðu VMA og ég vissi bara fjandi mikið þrátt fyrir að hafa ekki lært baun í vetur. Hlýt að ná prófunum með fyrstu einkunn með þessu áframhaldi. Ætla því að kúra mig undir sæng núna og mæta "fersk" í síðasta sýklótímann klukkan átta í fyrramálið...nema ma hringi í mig um 7 til að bera út Moggann...þvílík uppátæki alltaf hjá minni fjölskyldu, byrja að bera út Moggann á gamalsaldri með Gumms í eftirdragi og svo er hringt í mig ef enginn annar kemst. Það hefur að vísu ekki gerst enn enda eru þau nýbyrjuð á þessu og einungis í afleysingum, en ég finn það á mér að einn mjög slæman veðurdag muni síminn hringja og út skal ek...já og svo verður tekin lærutörn fram á föstudag þegar prófað verður úr fræðunum... er ekki alveg að sjá það gerast að dugnaðurinn taki yfirhöndina í fyrsta skiptið í vetur, en allt getur gerst!
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
mánudagur, nóvember 29, 2004
Æ mig auma...
Djíses...mér er ennþá óglatt. Er farin að halda að þetta komi Brimkló og áfengisneyslu ekkert við. Heyrði það líka að það væri víst einhver sólarhringspest að ganga, held ég fari að trúa því bara. Eldaði mé pasta með sósu, osti og sveppum í morgun klukkan tíu af því ég gat ekkert borðað í gær og var að deyja úr hungri.
Var að koma úr lolli þar sem ég fékk að vita að ég væri komin með 3.49 í lokaeinkunn og ef ég fæ 10 fyrir vinnubókina mína (svona litabók) þá er ég komin með 4.49 og þarf ekki að stressa mig til dauða yfir prófinu. Þetta eru góðar fréttir. Allt sem felur í sér litla vinnu eru góðar fréttir. En samt þarf ég að fara að vinna á eftir og á eftir að skila svona 6 verkefnum í sýklafræði fyrir morgundaginn. Þá er gott að vera góð í að vaka á nóttunni.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 17:05 |
föstudagur, nóvember 26, 2004
Nú er rétti tíminn til að mjókka - kuldabrennsla
Einhverntíma viðraði ég þá kenningu mína að fólk mjókki frekar á veturna en sumrin. Ég tók eftir því á sjálfri mér að á veturna mjókkaði ég án þess að hafa neitt fyrir því en á sumrin fitnaði ég bara ef eitthvað væri. Ég reiknaði það út að þetta hlyti að stafa af því að á veturna brenndi líkaminn meiru til að reyna að halda á sér hita. Verst að þetta er ekki alveg að skila sér þennan veturinn, einmitt þegar maður þarf mest á því að halda. En allavega fékk ég þessa kenningu mína staðfesta í líffæra- og lífeðslisfræðinni í gær og var mjög ánægð með að vera svona über gáfuð. Þannig er nefnilega mál með (of)vexti að á veturna þegar manni er sífellt kalt, þá sendir heiladingullinn frá sér stýrihormón fyrir skjaldkirtilinn og bendir honum á að fara að framleiða meira af hormóninu þýroxíni, sem stuðlar að auknum efnaskiptum í líkamanum. Á sumrin þegar manni verður stöðugt hlýrra (kannski ekki svo mjög hér á skerinu, en stundum samt) minnkar skjaldkirtillinn framleiðslu á þýroxíni og á brennslunni hægist. Því segi ég við ykkur hina hlunkana þarna úti; ef þið viljið mjókka þá klæðið ykkur sem allra verst þið getið og stundið mikla útiveru!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 17:17 |
Tyra svikahrappur?
Eftir mikla leit fann ég þessa mynd af Yoanna á forsíðu Sephora vörubæklingsins... hún hefur allvega ekki verið svikin um það...það er sko meira en að segja það að finna upplýsingar um feril dömunnar á netinu.
Fashion "spreadið" í Jane magazine var ekkert nema svik og prettir, ein auglýsing held ég, og leit svona út:
Enda virkar Yoanna nú ekkert voða glöð á svipinn. Það er greinilega einskis virði að vinna þessa keppni, betra að taka bara þátt, svona miðað við það að Mercedes og Catie eru til dæmis búnar að koma fram í Bold and the beautiful!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 14:42 |
ARG!!!!!
The XPPHOTOALBUM free site has been closed.
Sorry for any inconvenience!
ANY inconvenience?? Eruð þið algjörlega stúpíd þarna, ég þarf bara að færa allar myndirnar mínar! Ohh svona pakk er bara of pirrandi, gátu allavega látið mann vita kannski eins og með eins dags fyrirvara eða svo...
Birt af Gagga Guðmunds kl. 12:44 |
fimmtudagur, nóvember 25, 2004
Oldies goldies eða?
Dúdda var að skanna inn gamlar myndir og ég rakst þar á þessar tvær... er þetta virkilega ég????
Ég hreinlega veit ekki á hverja þessar myndir minna mig, en ég kem sko ekkert við sögu þar!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 16:33 |
Hakkidíhakk...
Það tók mig sennilega klukkutíma að sofna í gær með nýju tannhlífina mína. Enda gat ég ekki hætt að hugsa um verðið á henni. Nei það var nú aðallega af því ég hafði svo lítið pláss fyrir tunguna og var alltaf eitthvað að sjúga og soga og blása og spýta en þetta tókst að lokum og í morgun vildi ég helst ekkert taka hana úr mér...það er nú bara af því maður er svo getnaðarlegur með hana og þá sérstaklega þegar maður talar. Veit nú ekki hvort hún sé alveg rétt hönnuð því ég er ennþá með hálf skakkt bit frá því ég vaknaði...ætli ég geti þá fengið endurgreitt? Er að reyna að hugsa upp ráðabrugg til að endurheimta hálfan bankareikninginn minn ussu suss.
Sáuð svo ekki allir úrslitaþátt A.N.T.M. í gær? Algjört skylduáhorf. Yoanna er nú bara of falleg til að mega vera til. En þátturinn næsta miðvikudag verður ennþá skemmtilegri örugglega því þá er sýnt hvað stelpurnar hafa verið að gera síðan þær tóku þátt...vinna á Hooters og svona eflaust.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 11:12 |
miðvikudagur, nóvember 24, 2004
Öðruvísi tískusýning
Í okkar höndum - endum ofbeldi gegn konum
"Mig langaði til þess að kalla á hjálp, en ég var svo hrædd að ég kom ekki
upp orði." Úr dómi um heimilisofbeldi.
Laugardaginn 27. nóvember, klukkan 15.00 munu þjóðþekktar konur veita
Amnesty International á Íslandi lið og standa fyrir óhefðbundinni
tískusýningu í Iðu, Lækjargötu. Meðal þátttakenda í sýningunni eru þær
Unnur Ösp Stefánsdóttir, Margrét Eir Hjartardóttir, Guðrún Gísladóttir,
Elma Lísa Gunnarsdóttir, Laufey Brá Jónsdóttir og Katrín Jakobsdóttir og
munu þær koma fram í fötum frá Spútnik og Rögnu Fróða. Í sýningunni munu
konurnar segja frá íslenskum dómsmálum heimilisofbeldis og sýna áverka
slíks ofbeldis sem oftast eru huldir sjónum.
Sýningin er haldin sem hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi er
stendur yfir frá 25. nóvember til 10. desember.
Tilefni sýningarinnar er að draga afleiðingar heimilisofbeldis, sem
sjaldnast eru sýnilegar, fram í dagsljósið og brjóta þagnarmúr þann sem
umkringir þetta samfélagsvandamál.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 21:40 |
Money makes the world go round...
Af hverju getur maður ekki verið svolítið ríkari? Ég fékk næstum tárin í augun (í alvöru sko, það munaði litlu) þegar ég rétti klinkunni á tannlæknastofunni kortið mitt í morgun. Reikningurinn hljóðaði upp á 49.600 krónur og ég gekk út með tannhlíf í gulu boxi. Það tilkynnist því hér með að ég mun ekki gefa jólagjafir í ár og það getur enginn áfellst mig fyrir það. Að sjálfsögðu mun ég svo ekki komast upp með það að gefa engar gjafir; fjölskyldan og maðurinn fá að sjálfsögðu sitt...en þið hin verðið heppin ef þið fáið kort! Eina ljósið í lífi mínu um þessar mundir er því fjólublái bíllinn minn sem er bæ ðe vei fjögurra dyra og sjálfskiptur, en ma fjárfesti í honum af því að pabbi seldi toyotuna þegar hann fór með hana til að láta gera við kúplinguna. Og ég sem var nýbúin að fylla djásnið af bensíni og láta smyrja það hátt og lágt! Sei sei.. og sömuleiðis!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 17:35 |
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
sunnudagur, nóvember 21, 2004
Af renglum og skvapmönnum
Ég fór á fegurðarsamkeppni ungra manna á norðurlandi á föstudagskvöldið. Það var stórsniðugt barasta! Páll Óskar brilleraði alveg sem kynnir í glansandi rauðum tælenskum lúkkalæk jakkafötum með gulu mynstri og söng meira að segja stórsmellinn sinn Stanslaust stuð. Þá vaknaði 17 ára stelpan til lífsins inní mér og dillaði bossanum í hljóði;)
Keppnin sjálf fór vel fram miðað við hvað hugmyndin um svona strákakeppni er fyndin, og salurinn var alveg með á nótunum. Ég skemmti mér þokkalega bara en mikið ógeðslega var fyndið að umsjónarmenn keppninnar ákváðu að láta strákgreyin koma fram bera að ofan í gallabuxum. Þá hló mín! Fyrir utan fjóra eða fimm keppendur voru aumingja gæjarnir annaðhvort með síðuspik og bjórskvap eða svo miklar renglur að maður dauðvorkenndi þeim að þurfa að ganga þarna um sviðið að reyna að spenna einhvern kassa sem ekki var til staðar eða að draga inn vömbina sem lét illa að stjórn. Ég meina það, eru engin skilyrði sem keppendur þurfa að uppfylla í þessum strákakeppnum? Ég get rétt svo ímyndað mér að stúlkum með svipað holdafar yrði hleypt upp á svið í sundfötum, þetta kalla ég nú bara misrétti. Stelpur, þ.e.a.s. þið sem tilheyrið þeim hópi að hafa hliðarspik og vera yfir 60 kíló, eigum við ekki að skrá okkur í næstu keppni? Svo mega strákarnir alveg eiga fullt af börnum án þess að það angri neinn. Ættu ekki að gilda sömu reglur fyrir kynin í þessum keppnum?
En hvað um það, það var gaman að horfa á guttana og mæli með að þessi keppni verði haldin árlega, svona til að létta lund og kitla hláturtaugar miðaldra ungkvenna. Sigurvegarinn í fegurðarsamkeppni ungpilta 2004 var svo hann Palli beibí sem einnig var kosinn ljósmyndafyrirsæta, í öðru sæti var hann Jóhannes Svan (sem ég spáði reyndar fyrsta sætinu og ætti að vera þar...þó ég sjái það núna þegar ég skoða myndirnar að hann er meira hott á sviði en á mynd) og var hann líka valinn sportstrákurinn og í þriðja sæti var hann Jóhann...hverjir sem þetta nú eru. Af hverju ætli þeir velji ekki "fallegustu fótleggina" og "Perfect herrann" og svona, svo allir vinni eitthvað, eins og hjá hnátunum? Eníveis, nánari upplýsingar um kyntröllin á sjallinn.is
Birt af Gagga Guðmunds kl. 23:16 |
föstudagur, nóvember 19, 2004
Ég komst inn!!!
Fékk pappírana frá skólanum senda í dag með þeim tíðindum...kellan sem hringdi frá skólanum hefur sem sagt ekki skipt um skoðun eftir þetta glæsilega símtal;) Ég er happy happy happy!!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 20:12 |