föstudagur, september 28, 2007

Helle hjá Skattinum er mögnuð kona

Það er margt skrítið í kýrhausnum! (Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju maður tekur svona til orða?)

Ég er búin að vera að kíkja á íbúða auglýsingar og rakst á þessa, ansi góð.


"Flot lyst værelse på 30 kvm. i Hellerup udlejes"


"Stort lyst værelse på 30 kvm udlejes billigt incl. varme, vask, eget køleskab og TV og evt. fri internet, mdl. Kr. 900.
Du skal til gengæld gøre rent i vores hus 6 timer ugentligt (ej weekend) og hente William i børnehave og se efter ham ca. 1 time 2 gange ugentligt.
Du skal være god og grundig når du gør rent og ikke have behov for at lave særligt meget mad, da du ikke har eget køkken. Du skal endvidere være ikke ryger og ingen husdyr.
Ring til os, hvis det er noget for dig og du er en sød og rolig pige.
Tlf. 51515592 helle.gudmann@skat.dk"


Fyrir þá sem eru ekki alltof sleipir í dönskunnu þá er hún Helle að auglýsa stórt og bjart herbergi til leigu, hiti, vaskur, ísskápur, sjónvarp og e.t.v. internet innifalið og kostar 900 danskar krónur á mánuði. Í skiptum fyrir herbergið skal leigjandi, sem á að vera indæl og róleg stúlka, þrífa húsið í 6 tíma á viku, vel og vandlega og sækja William í leikskólann og gæta hans tvisvar í viku í klukkutíma í senn. Auk þess má viðkomandi stúlka ekki hafa þörf fyrir að elda mikið þar sem hún hefur ekki eigið eldhús, og hún má hvorki reykja né eiga gæludýr. (Sérstök athygli skal vakin á því að hvergi er minnst á að leigjandinn hafi aðgang að klósetti eða sturtu. Þeim þörfum skal viðkomandi kannski sinna í áðurnefndum vaski?) Undir þessa snilldar auglýsingu kvittar svo Helle Gudmann sem vinnur hjá Skattinum!

Konunni hefur líklega fundist of mikið vesen að fá sér Au-Pair stúlku því henni þarf jú að gefa mat og leyfa henni að komast í bað annað slagið. Og hver ætli þessi William sé? Mig grunar að þetta sé maðurinn hennar sem er fóstra og þarf smá hlýju frá indælli og rólegri stúlku tvisvar í viku, klukkutíma í senn.

KjánaRollur!

Jæja, þá er það nokkuð ljóst að ég er ekki á leiðinni í sólarhringsapótekið við brautarstöðina næstu árin eða svo. Ég fór þangað fyrir nokkrum mánuðum til að sækja lyf, en læknirinn minn ætlaði að senda lyfseðilinn þangað. Það afgreiðir mig ungur myndarlegur maður en það kemur svo í ljós að læknirinn minn virtist ekki vera búinn að senda reseftið. Ungi maðurinn spyr mig hvaða lyf þetta ættu að vera og ég þuldi það upp og horfði upp í loft á meðan, finnst alltaf vandræðalegt að tala um lyf. Ég kem svo aftur 2 dögum síðar, dreg miða og lendi aftur hjá honum. Ég brosti og sagði hæ og hann alveg hææ, varstu ekki hérna í fyrradag? Jújú segi ég, lyfseðillinn minn ætti að vera kominn núna. Já skrítið að ég muni eftir þér sagði hann, það koma svo margir hingað. Það kom smá vandræðalegt moment og ég brosti bara og hann afgreiddi svo lyfin og brosti sætt;) Hvað um það, ég þurfti svo aftur í apótekið í kvöld að kaupa miður skemmtilegan hlut og var mjög fegin að sjá að maðurinn var ekki til staðar. Ég dreg númer og meðan ég bíð ákveð ég að kaupa fleiri skemmtilega hluti í leiðinni, ekki svo oft sem ég fer í apótek. Ég finn ansi sniðugt anti-andfýlu-munnskol, mjög sniðugt þar sem ég vinn nú oní andlitinu á fólki alla daga og kippi svo með mér double pakkningu með þungunarprófum, alltaf gott að hafa við höndina in case of emergency. Svo blikkar númerið mitt og ég var mjög nálægt því að fá panikk og hlaupa út úr apótekinu þegar ég sé hver á að afgreiða mig. En ungi maðurinn var búinn að koma auga á mig svo ég setti bara upp sparibrosið og arka að kassanum og skelli varningnum á borðið og bið svo um það sem ég ætlaði mér að kaupa. Já segir hann, viltu bara kremið? Uhh ég vil svona fidd fidd dót segi ég með tilheyrandi hreyfingum. "Já, indføringshylster?" Segir hann. "Veit það hljómar asnalega en það heitir það." Uhh já...einmitt það, segi ég. Þarna byrjaði að fara um mig ónotalegur kjánahrollur. Og það sem verra er, hann byrjar líka að fara hjá sér. Svo stimplar hann vörurnar inn í kassann og þegar kemur að þungunarprófunum kemur læknirinn upp í gaurnum; "Já, þú verður að vera komin framyfir tímann til að nota þetta." Já segi ég og finn eitthvað helvítis spassaglott myndast á andlitinu á mér. Hann fór alveg í kleinu og mig langaði að sökkva niðrí gólfið, gref oní veskið mitt eftir kortinu, stimpla inn pin númerið og stari svo bara á pokann minn á meðan greiðslan fer í gegn, enn með glottið á fésinu og hann stóð bara og sagði ekkert og horfði út í loftið. Bæði mjööög meðvituð um hvað þetta var vandræðalegt. Hann lét kvittunina niður í pokann og rétti mér hann, ég skælbrosti, alveg að fara að hlæja, segi takk og bless og hann segir bara ekki orð og ég flýti mér út. Missti mig alveg í kjánaflissi þegar ég kom út og er ekki búin að ná mér enn. Ef ég fer aftur í þetta apótek verð ég greinilega að kaupa einhvern ógeðslega kúúúl hlut. Einhverjar uppástungur? Ég get allavega gleymt því að maðurinn bjóði mér á deit, andfúlli og ófrískri;)

mánudagur, september 24, 2007

Lifðu í ljósi en ekki í fjósi!

Gott kvöld frá Kaupmannahöfn. Dansandi klæðskiptingurinn sem mig er farið að gruna að sé ef til vill kynskiptingur eftir að ég sá hann brjóstahaldaralausan á strætóstoppistöðinni, heldur áfram að kvelja mig. Hann æðir þrammandi um allar nætur og íbúðin mín titrar og skelfur. Tvisvar hef ég barið dyra en hann þorir ekki að opna.. ég mun hrópa inn um bréfalúguna næst. "I know you are in theeeere!!" Einhver á fjórðu hæðinni vinnur á næturnar og hleypur niður alla stigana hverja nótt, það er hressandi. Í nótt sparkaði hann svo í reykskynjara sem lá á gólfinu og flaug sá niður á næstu hæð. Reykskynjarinn píppaði lengi á föstudagsnóttina. Það var einnig hressandi. Alla miðvikudagsmorgna klukkan hálf sjö koma ruslakallarnir með mjög hávaðasamt tæki sem ég hef aldrei séð því ég er með hausinn undir kodda. Hressandi þar sem ég þarf ekki að vakna fyrr en 10. Á mánudagsmorgnum um svipað leyti er flöskugámurinn tæmdur. Ekki má gleyma því að dönum finnst mjög gaman að bera út póst á nóttunni, hressandi þar sem bréfalúgan er svona þrjá metra frá hausnum á mér. Þegar ég á frídag sef ég því allan daginn, eini tíminn sem þögn er í íbúðinni. Býst fastlega við því að eina nóttina snappi ég og stökkvi nakin fram á gang, felli fjórðuhæðarbúann og berji hann í hausninn með reykskynjara áður en ég stekk upp á næstu hæð með æðisglampa í augum, brjóti upp hurðina hjá klæðskiptingnum Jeppe og bindi hann við ofn..með fæturnar upp í loft. Ef pósturinn hættir sér inn í stigaganginn meðan á þessu stendur mun ég bíta hann í ökklann. Að því loknu mun ég sofna sætum svefni með bros á vör.

Annars var ég að horfa á Jóakim prins í sjónvarpinu áðan. Mikið óóógurlega er hann HOMMAlegur! Hef ekki séð hann svona "live" áður, en skil núna að einhverjir efist um kynhneigð hans. Svo reykir hann víst 54 sígarettur á dag sá ég í blaði um daginn. Það sést á honum, hann er grár í framan, hálf lík-legur.

Verkefni vikunna er að læra þennan texta, ekki utanað, en að syngja hann á réttum hraða í réttri tónhæð. Svo ték ég þetta með stæl í karókí.



Yo VIP let's kick it

Ice ice baby (x2)
All right stop collaborate and listen
Ice is back with my brand new invention
Something grabs a hold of me tightly
Flow like a harpoon daily and nightly
Will it ever stop yo I don't know
Turn off the lights and I'll glow
To the extreme I rock a mic like a vandal
Light up a stage and wax a chump like a candle
Dance go rush to the speaker that booms
I'm killing your brain like a poisonous mushroom
Deadly when I play a dope melody
Anything less than the best is a felony
Love it or leave it you better gain weight
You better hit bull's eye the kid don't play
If there was a problem yo I'll solve it
Check out the hook while my DJ revolves it

CHORUS
Ice ice baby vanillla (x4)

Now that the party is jumping
With the bass kicked in and the vegas are pumpin'
Quick to the point to the point no faking
I'm cooking MC's like a pound of bacon
Burning them if you ain't quick and nimble
I go crazy when I hear a cymbal
And a hi-hat with a souped up tempo
I'm on a roll and it's time to go solo
Rollin' in my 5.0
With my rag-top down so my hair can blow
The girlies on standby waving just to say hi
Did you stop no I just drove by
Kept on pursuing to the next stop
I busted a left and I'm heading to the next block
The block was dead
Yo so I continued to A1A Beachfront Avenue
Girls were hot wearing less than bikinis
Rockman lovers driving Lamborghinis
Jealous 'cause I'm out getting mine
Shay with a guage and Vanilla with a nine
Reading for the chumps on the wall
The chumps acting ill because they're so full of eight balls
Gunshots rang out like a bell
I grabbed my nine all I heard were shells
Falling on the concrete real fast
Jumped in my car slammed on the gas
Bumpet to bumper the avenue's packed
I'm trying to get away before the jackers jack
Police on the scene you know what I mean
They passed me up confronted all the dope fiends
If there was a problem yo I'll solve it
Check out the hook while my DJ revolves it

REPEAT CHORUS

Take heed 'cause I'm a lyrical poet
Miami's on the scene just in case you didn't know it
My town that created all the bass sound
Enough to shake and kick holes in the ground
'Cause my style's like a chemical spill
Feasible rhymes that you can vision and feel
Conducted and formed
This is a hell of a concept
We make it hype and you want to step with this
Shay plays on the fade slice like a ninja
Cut like a razor blade so fast other DJs say damn
If my rhyme was a drug I'd sell it by the gram
Keep my composure when it's time to get loose
Magnetized by the mic while I kick my juice
If there was a problem yo I'll solve it
Check out the hook while Shay revolves it

Ice ice baby vanilla
Ice ice baby (oh-oh) vanilla
Ice ice baby vanilla
Ice ice baby vanilla ice
Yo man let's get out of here
Word to your mother
Ice ice baby too cold
Ice ice baby too cold too cold (x2)
Ice ice baby



Ps. Muniði eftir pósíbókunum?

mánudagur, september 10, 2007

Þrífarar dagsins!

Tom Jones, allsherjarGOÐI...
Thomas Helmig, Bjöggi Halldórs Danmerkur...
Bjartmar Guðmunds, fjöllistamaður með meiru...hefði líklega átt á heita Tómas... Eftir 15 ár mun hann líta nákvæmlega eins út og Thomas Helmig!