Það er margt skrítið í kýrhausnum! (Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju maður tekur svona til orða?)
Ég er búin að vera að kíkja á íbúða auglýsingar og rakst á þessa, ansi góð.
"Flot lyst værelse på 30 kvm. i Hellerup udlejes"
"Stort lyst værelse på 30 kvm udlejes billigt incl. varme, vask, eget køleskab og TV og evt. fri internet, mdl. Kr. 900.
Du skal til gengæld gøre rent i vores hus 6 timer ugentligt (ej weekend) og hente William i børnehave og se efter ham ca. 1 time 2 gange ugentligt.
Du skal være god og grundig når du gør rent og ikke have behov for at lave særligt meget mad, da du ikke har eget køkken. Du skal endvidere være ikke ryger og ingen husdyr.
Ring til os, hvis det er noget for dig og du er en sød og rolig pige.
Tlf. 51515592 helle.gudmann@skat.dk"
Fyrir þá sem eru ekki alltof sleipir í dönskunnu þá er hún Helle að auglýsa stórt og bjart herbergi til leigu, hiti, vaskur, ísskápur, sjónvarp og e.t.v. internet innifalið og kostar 900 danskar krónur á mánuði. Í skiptum fyrir herbergið skal leigjandi, sem á að vera indæl og róleg stúlka, þrífa húsið í 6 tíma á viku, vel og vandlega og sækja William í leikskólann og gæta hans tvisvar í viku í klukkutíma í senn. Auk þess má viðkomandi stúlka ekki hafa þörf fyrir að elda mikið þar sem hún hefur ekki eigið eldhús, og hún má hvorki reykja né eiga gæludýr. (Sérstök athygli skal vakin á því að hvergi er minnst á að leigjandinn hafi aðgang að klósetti eða sturtu. Þeim þörfum skal viðkomandi kannski sinna í áðurnefndum vaski?) Undir þessa snilldar auglýsingu kvittar svo Helle Gudmann sem vinnur hjá Skattinum!
Konunni hefur líklega fundist of mikið vesen að fá sér Au-Pair stúlku því henni þarf jú að gefa mat og leyfa henni að komast í bað annað slagið. Og hver ætli þessi William sé? Mig grunar að þetta sé maðurinn hennar sem er fóstra og þarf smá hlýju frá indælli og rólegri stúlku tvisvar í viku, klukkutíma í senn.
föstudagur, september 28, 2007
Helle hjá Skattinum er mögnuð kona
Birt af Gagga Guðmunds kl. 23:23
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|