Núna þegar sumir halda að Kreppan (já, með stórum staf, fyrir þau okkar sem ekki hafa upplifað aðrar kreppur) sé að gera útaf við sig, þá er gott að fá smá raunveruleikaspark með þessu sígilda og fallega lagi til að sjá hvað við höfum það rosalega gott! Ég fæ alltaf gæsahúð og syng fullum hálsi með þegar ég heyri þetta lag. Fallegur boðskapur; hjálpum þeim sem minna mega sín og vinnum að friði á jörð, um lífsréttinn stöndum vörð. Búum til betri heim...
Því þó að fólk fari fjárhagslega illa út úr kreppunni þá á það enn lífið og flestir heilsuna. Um að gera að huga að og muna eftir því sem skiptir mestu máli. Vel var það orðað í einni auglýsingu um að "það besta í lífinu er ókeypis", einhvern veginn svona hljóðaði auglýsingin: "Ég þarf ekki að vakna klukkan 5 á morgnana og ganga 30 kílómetra til að sækja vatn handa mér og fjölskyldunni." Man ekki endapunktinn en hann fjallaði um að við ættum að sjá hvað við hefðum það hryllilega gott.
laugardagur, október 18, 2008
Hjálpum þeim
Birt af Gagga Guðmunds kl. 02:15
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|