Einu sinni var parketverksmiðja á Húsavík sem fór á hausinn. Gjaldþrot þetta hefur haft beinar afleiðingar á líkama minn í för með sér. "Hvernig má það vera?" gætu einhverjir spurt sig. Jú, Vegagerðin á Húsavík fékk nefnilega alla eikina þeirra og föndraði úr henni meterslanga hæla í massavís. Þessir hælar voru svo búntaðir saman, 25 stykki í búnti, og sótti ég fulla kerru og fullt skott af Land Rover af þeim í byrjun maí mánaðar. Átti ég mér svo einskis ills von þegar ég í sakleysi mínu byrja útsetningu miðlínu vegar Raufarhafnarafleggjara. Svo skemmtilega vill nefnilega til að síðustu sumur höfum við sett út línur með furuhælum frá SS byggi, en þessir nýju gæða parkethælar eru svo massívir að ég get varla borið búntið ein míns liðs. Var ég svo illa haldin síðdegis í gær að ég stóð bara með búntið í fanginu og komst hvorki afturábak né áfram! Fæturnir voru gjörsamlega að gefa sig eftir um það bil 20 kílómetra göngutúr í þúfum og hrauni. En með dyggri aðstoð Óla höfðum við síðasta kílómeterinn af og í dag var ég komin í svo mikla æfingu að ég barasta vippaði búntinu upp á öxl mér og þrammaði þetta léttilega í gúmmístígvélum og með sleggju í annarri hendi. Ég er sem sagt að verða algjör MASSA gella núna og spái því að í lok sumars hlaupi ég léttilega um þúfur, mela og móa með búnt á sitt hvorri öxl, sleggjuna í vasanum og sælubros á vör!
fimmtudagur, júní 03, 2004
Púl og puð hjá massa konu!
Einu sinni var parketverksmiðja á Húsavík sem fór á hausinn. Gjaldþrot þetta hefur haft beinar afleiðingar á líkama minn í för með sér. "Hvernig má það vera?" gætu einhverjir spurt sig. Jú, Vegagerðin á Húsavík fékk nefnilega alla eikina þeirra og föndraði úr henni meterslanga hæla í massavís. Þessir hælar voru svo búntaðir saman, 25 stykki í búnti, og sótti ég fulla kerru og fullt skott af Land Rover af þeim í byrjun maí mánaðar. Átti ég mér svo einskis ills von þegar ég í sakleysi mínu byrja útsetningu miðlínu vegar Raufarhafnarafleggjara. Svo skemmtilega vill nefnilega til að síðustu sumur höfum við sett út línur með furuhælum frá SS byggi, en þessir nýju gæða parkethælar eru svo massívir að ég get varla borið búntið ein míns liðs. Var ég svo illa haldin síðdegis í gær að ég stóð bara með búntið í fanginu og komst hvorki afturábak né áfram! Fæturnir voru gjörsamlega að gefa sig eftir um það bil 20 kílómetra göngutúr í þúfum og hrauni. En með dyggri aðstoð Óla höfðum við síðasta kílómeterinn af og í dag var ég komin í svo mikla æfingu að ég barasta vippaði búntinu upp á öxl mér og þrammaði þetta léttilega í gúmmístígvélum og með sleggju í annarri hendi. Ég er sem sagt að verða algjör MASSA gella núna og spái því að í lok sumars hlaupi ég léttilega um þúfur, mela og móa með búnt á sitt hvorri öxl, sleggjuna í vasanum og sælubros á vör!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 23:17
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|