Það er svakalega erfitt að vera svona netlaus heilu og hálfu vikurnar! Og í þokkabót er tölvan mín öll í kúk og kanil heima svo ekki get ég bloggað þar. Var að koma frá Kópaskeri núna, bún að vera síðan á mánudag, en á morgun er 17. júní svo við fáum frí á morgun jibbí!
Sem betur fer var vikan ekki lengri en þetta því við erum búin að vera alveg hörkudugleg og þyrfti ég helst að eignast auka fætur, svona til að hafa til skiptanna.
Eina skemmtunin mín þarna austur á Sléttu núna er evrópumótið í fótbolta; við erum í miklu veðmáli vinnufélagarnir, og stefnir allt í að ég muni stórtapa! Verð að leggja heilann í bleyti í kvöld, skoða leiki síðustu 50 ára eða svo, nota svo líkindareikning, mínusa frá sætustu mennina, bæta við meiðslum og dramatöktum, skella öllu inn í Excel og finna út alla sigurvegarana. Það ætti að vera lítið mál!
Hmmm...miðað við fyrstu útreikninga eru litlar líkur á að England vinni... of mikið súkkulaði!
miðvikudagur, júní 16, 2004
Vi er hvide, vi er röde...
Birt af Gagga Guðmunds kl. 17:34
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|