Mmmm þetta var sko góð helgi! Verslaði mér fullt af bleikum hlutum á laugardaginn, bleika skó, jakka, eyrnalokka og fjaðrir, og fjárfesti í 7 bolum á útsölum í Hagkaup og nettó;) Bleikir, gulir, hvítir og Turkis bolir, alveg svaðalega sætir! Sá svo Shrek 2 á ensku um kvöldið, hún er algjör snilld, mæli eindregið með henni!
Á sunnudaginn var svo hjólað í sund, búbbanir beraðir í blíðunni, hjóluðum svo niður í Nettó og keyptum grillmat og hjóluðum heim, ég og Bjartmar sko, það var svo gott veður að það lak af mér svitinn þegar við komum heim og ég var æðislega brún og sæt í hvítum bol og bleikum skóm;) Grilluðum alveg yndislegan mat og stóðum alveg á blístri. Vildi óska að ég væri í sumarfríi núna, þá myndi ég gera þetta á hverjum degi, fara út að hjóla og synda, kannski fara í pikk nikk í Kjarna og hafa það virkilega gott. En ég get ekki veitt mér þann lúxus í sumar, ekki frekar en síðustu árin, aldrei fær konan sumarfrí:( En ég hyggst bæta úr því einhverntímann á næstu árum, jafnvel skella mér til útlanda bara, Ítalía er efst á óskalistanum eins og er...eins og alltaf!
mánudagur, júlí 19, 2004
Sumar og sól....ohhhhh
Birt af Gagga Guðmunds kl. 11:21 |
fimmtudagur, júlí 15, 2004
Bull, svekkelsi og pirra.
Svenni féll í dag múhahahahaha...ekki gott fyrir mig því ég stalst þá til að fá mér sígó í hádeginu og svo aðra klukkan 6...en þetta gengur samt bærilega bara.
Annars keypti ég mér gallajakka fyrir mörgum árum síðan sem ég notaði aldrei því hann var soldið of stór en lánaði gamalli vinkonu hann. Í fyrradag sendi ég henni meil um að mig langaði nú að fara að fá jakkann til baka en fékk í kvöld þetta svar:
"Hæ. Já ég man eftir þessum jakka. Honum var því miður stolið af mér á skemmtistað hér í Reykjavík fyrir einhverjum árum. Þér er velkomið að eiga mín gömlu föt, hef engin not fyrir þau."
Djí hvað konan er ekki sátt!!! Arg hvað svona svekkelsi getur pirrað mann. En jæja, hann var nú hvort sem er ekkert flottasti jakkinn í bænum, en dýr samt!
Jæja, ætli maður fari ekki að bara að sofa í hausinn á sér bráðum, þetta fjallaloft er alveg að gera útaf við mig. Væri ekki slæmt að vera bara á Ítalíu í strandhúsi hjá fjölskyldunni núna..hmmm alltaf gott að dagdreyma!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 22:40 |
þriðjudagur, júlí 13, 2004
*hóst*
Nú ætla konur að reyna að hætta að reykja. Úff púff... hætti í gærkvöldi klukkan 21:30, en eftir vindasaman dag í vinnunni var ég alveg að argast úr pirringi og er búin að reykja tvær í kvöld (psssst ekki segja Svenna..ég er að laumureykja af því að hann er hættur..thíhí) en mér þykir það gott plan að byrja á því að skilja pakkann eftir á Þórshöfn meðan ég geng á fjöll og fá mér svo eina eða tvær lúxus rettur svona í lok dags..annars meika ég ekkert að hætta! Held ég hafi fengið fráhvarfsflog í dag sko hehe..bara af því ég er svo vön að reykja í pásum en fékk enga rettu.. það eina sem maður hefur að hlakka til í vinnunni;) Arg hvað maður á bágt....
hehe...yeah...looks like I'm feeling!!!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 23:19 |
miðvikudagur, júlí 07, 2004
*Grenj*
Þetta er nú bara einn leiðinlegasti dagur sem ég hef upplifað á Vegagerðinni. við gerðum fáránlega uppgötvun í morgun þegar við vorum að stilla hallamælitækið af; okkur var kennt vitlaust að stilla það í upphafi! Í 4 ár hefur tækið nú verið stillt vitlaust af. Við grúskuðum í ýmsum leiðbeiningabæklingum og erum núna gjörsamlega stopp og vitum ekkert í okkar haus hvað skal gera, og enginn annar virðist vita það heldur! Búin að reyna og reyna hérna úti á plani en ekkert gengur, hringdum meira að segja í einhvern snilling í Danmörku sem mælti með að tækið yrði bara sent í viðgerð til stillingar. ARG hvað mér daaauuuð leiðist! Væflast bara um og klóra mér í hausnum, hef aldrei verið svona aðgerðarlaus í vinnunni áður. Sem betur fer er nú gott veður, sól og dálítill hiti, svo maður bara spókar sig úti á plani;)
Segir allt sem segja þarf...
Birt af Gagga Guðmunds kl. 17:21 |
Bál og brandur
Hey, hverjir eru með í að grýta ríkisstjórnina með mygluðum tómötum? Bara spá, fyrst allt er að verða geggjað á Alþingi, menn skammast og berjast, er þá ekki við hæfi að almenningur safnist saman, mótmæli með látum og neyði ríkisstjórnina til að segja af sér? Mér finnst allavega alveg tími til kominn, samansafn af helvítis öpum og einræðisherrum..eða herra bara! Davíð er greinilega alveg einfær um að stjórna landinu eftir sínu höfði. Ingibjörgu Sólrúnu sem næsta forsætisráðherra! Útrýma Sjálfstæðisflokknum!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 14:40 |