Mmmm þetta var sko góð helgi! Verslaði mér fullt af bleikum hlutum á laugardaginn, bleika skó, jakka, eyrnalokka og fjaðrir, og fjárfesti í 7 bolum á útsölum í Hagkaup og nettó;) Bleikir, gulir, hvítir og Turkis bolir, alveg svaðalega sætir! Sá svo Shrek 2 á ensku um kvöldið, hún er algjör snilld, mæli eindregið með henni!
Á sunnudaginn var svo hjólað í sund, búbbanir beraðir í blíðunni, hjóluðum svo niður í Nettó og keyptum grillmat og hjóluðum heim, ég og Bjartmar sko, það var svo gott veður að það lak af mér svitinn þegar við komum heim og ég var æðislega brún og sæt í hvítum bol og bleikum skóm;) Grilluðum alveg yndislegan mat og stóðum alveg á blístri. Vildi óska að ég væri í sumarfríi núna, þá myndi ég gera þetta á hverjum degi, fara út að hjóla og synda, kannski fara í pikk nikk í Kjarna og hafa það virkilega gott. En ég get ekki veitt mér þann lúxus í sumar, ekki frekar en síðustu árin, aldrei fær konan sumarfrí:( En ég hyggst bæta úr því einhverntímann á næstu árum, jafnvel skella mér til útlanda bara, Ítalía er efst á óskalistanum eins og er...eins og alltaf!
mánudagur, júlí 19, 2004
Sumar og sól....ohhhhh
Birt af Gagga Guðmunds kl. 11:21
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|