Þetta er nú bara einn leiðinlegasti dagur sem ég hef upplifað á Vegagerðinni. við gerðum fáránlega uppgötvun í morgun þegar við vorum að stilla hallamælitækið af; okkur var kennt vitlaust að stilla það í upphafi! Í 4 ár hefur tækið nú verið stillt vitlaust af. Við grúskuðum í ýmsum leiðbeiningabæklingum og erum núna gjörsamlega stopp og vitum ekkert í okkar haus hvað skal gera, og enginn annar virðist vita það heldur! Búin að reyna og reyna hérna úti á plani en ekkert gengur, hringdum meira að segja í einhvern snilling í Danmörku sem mælti með að tækið yrði bara sent í viðgerð til stillingar. ARG hvað mér daaauuuð leiðist! Væflast bara um og klóra mér í hausnum, hef aldrei verið svona aðgerðarlaus í vinnunni áður. Sem betur fer er nú gott veður, sól og dálítill hiti, svo maður bara spókar sig úti á plani;)
Segir allt sem segja þarf...
|