þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Kræst

talandi um að vera lélegur bloggari ha! Hef bara ekki komist í tölvu í ár og aldir liggur við. Er á Vegagerðinni á Ak bara núna, þvílíkt asnalegur dagur, fólk eitthvað hálf lúið í hausnum eftir helgina hlýtur að vera. Slepp að öllum líkindum við að fara austur í dag, það er sæla sko, er orðin soldið þreytt á vinnuskúrum og 1944, en það er ekki pottþétt ennþá, yfirmenn hér á bæ eru búnir að skipta alloft um skoðun í dag, eða svona 6 sinnum, en ég hélt þetta sé nokkuð öruggt núna.

Versló var ákaflega...ja..bara ágæt sossum. Konur eru orðnar svo gamlar að þær þola ekkert lengur, skemmti mér reyndar konunglega á föstudagskvöldið, fór heim úr bænum snemma á laugardeginum og svo lokadjamm á sunnudaginn sem var ekkert svo skemmtilegt, var orðin alveg rugluð í höfðinu af of mikilli ölneyslu og fór heim löngu áður en ballið var búið. lá svo allan mánudaginn í sófanum og horfði á margar myndir og borðaði mikinn mat, það var alveg æðislegt.
Fékk mér svaðalegt tattú á föstudeginum, svona huge tiger á hægri upphandlegg, hann entist nú reyndar bara í tvo daga, en hann var flottur meðan hann entist;)

Hmmm...kannski maður reyni bara að forða sér heim sem fyrst svo að bændur skipti ekki enn einu sinni um skoðun og sendi mann í útlegð? Ætti reyndar bara að vera hæst ánægð með að vera sem mest í burtu, góður peningur í því, en það er bara einhver þreyta í manni, er að verða hálfgerð fjallakelling á allri þessari einsemd og útiveru:o)