Við Bjartmar fórum í fínan hjólatúr í gær, hjóluðum út í Kjarna og fórum eftir einhverjum stíg sem lá upp á við gjörsamlega endalaust, eða svona næstum, hjóluðum upp fyrir Hamra og enduðum svo við golfvöllinn og þá lá leiðin niður á við sem betur fer, ég var alveg eins og sveitt belja þarna mar, glampandi sólskin og ég stóð næstum á öndinni. Bjartmar í aðeins betra hjólaformi, enda hjólar hann alla daga. Ég er komin með gríðarlega klofverki eftir þetta. Hjóluðum svo í einn kaffibolla til pabba hans og Rósu og enduðum svo í sundi þar sem konur flögguðu sínu fegursta í sólbaði, hryllilega gott. Held ég sé að mynda eitthvað sólarexem eftir þessa blíðu síðustu vikur, eða svitaexem, gæti líka hugsast;)
Svo verður að sjálfsögðu haldið austur á Sléttu enn eina ferðina í dag, á nú reyndar ekki nema svona tvær vikur eftir í vinnu, verð fegin að byrja í skólanum þó ég væri alveg til í að vinna lengur, svona upp á fjármálin! Sem minnir mig á það, verð að skreppa í VMA til að breyta stundaskránni minni, sviftingar í námi núna sko, en tell u about that later honnís!
mánudagur, ágúst 16, 2004
Átsj í undirrassasvæðinu
Birt af Gagga Guðmunds kl. 10:09
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|