Þá er maður búinn að eyða hálfum deginum í að sofa og hinum helmingnum í að fljúga þessu og drekka öl. Ég endaði með þokkalega grasgrænku á pilsinu mínu og öxlinni, brotlenti einu sinni beint fyrir bíl og utan um ljósastaur, en gekk annars alveg ok miðað við fyrsta skiptið mitt. Djöfulsins klikkun hlýtur að vera að láta þetta draga sig á sjóskíðum eða bara á snjóbretti, það er svaka kraftur í þessu, maður flaug útum allt tún!
laugardagur, júlí 30, 2005
Jehú!
Loksins er verzló gengin í garð! Ekki til að geta tjúttað sem mest, heldur fæ ég loksins þriggja daga helgi sem mig hefur dreymt um síðustu mánuði:) Þessar venjulegu tveggja daga helgar eru einfaldlega of stuttar þegar maður vinnur á fjöllum alla virka daga, þær líða alltof hratt! Hugmyndin var sú að gera eitthvað nytsamlegt eins og að pakka og þrífa og standa í íbúðabraski, en ekki byrjar það vel, sofnaði klukkan níu í gær og var að skríða undan feldi núna um ellefuleytið, er búin að bíða eftir að geta sofið út svo lengi að ég píndi mig til að vera í rúminu jafnvel þó ég væri löngu vöknuð. Reyndar gerði ég mér ferð í Ríkið í gær og byrgði mig aðeins upp, aldrei að vita uppá hverju maður tekur um helgina:)
Íbúðin mín er að vekja mikla lukku, búin að fá þrjú tilboð á nokkrum dögum, en ekkert nógu hátt, ég er sallaróleg og bíð bara eftir réttu upphæðinni. Það er reyndar ekki nema mánuður til stefnu, á pantað flugfar út í heim 27. ágúst, það er bara alveg að koma að þessu og ég er engan veginn að átta mig á því!! Jú, þarna kom smá stresshnútur í magann, best að kíkja á netið sem snöggvast og athuga með íbúðir. Ta ta í bili!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 12:55 |
föstudagur, júlí 22, 2005
Er það málið?
Sælinú! Long time no see. Er búin að vinna eins og mo fo, aldrei heima nema um helgar, þarf meira að segja að vinna á morgun, þvílík þrælkun! Og þegar ég er heima um helgar er ég ekkert að nenna að blogga núorðið, mar er bara fullur og timbó;) En það hefur ýmislegt á daga mína drifið, ekkert markvert, en ýmsir smáatburðir, gisting í hjónarúmi með píu, lopapeysur, ágengir húsráðendur á fjöllum og mikill hlátur á hans kostnað. Sem sagt allt gott og blessað að frétta af mér!
Hef annars íhugað að gefa út bók með sögum af vegagerðinni. Líklega eingöngu fyrir vegagerðarfólk, en vá hvað það er mikið af litlum sögum sem festast í minninu, þrátt fyrir að ég gleymi öllu öðru. Þar má nefna Tryggva á Hóli, Brekkubræður og daginn sem þeir siguðu lögreglunni á okkur, Benna gistihúsaséní á Kópaskeri, verkstæðisheimsóknir, Ugga og Oddgeir, sögurnar þrjár af Jóni og ánum, Óli fjölfatlaði, Hafdís jarðfræðisækó, Rapp Svenni Cool sem talaði uppúr svefni og sakaði mig um að skemma vinnumóralinn, Guðni fulli og vinnuskúrinn, kúkasögur, Elvar perri í Grímstungu, Gísli ökuníðingur frá Reyðarfirði, vinir jarðarinnar, dauði blindi kallinn sem keyrði, sjálfumglaði hótelvertinn á Raufarhöfn sem seldi ekki sígó og þoldi ekki vegagerðina, músin í skálminni og fjölskyldu- og nágrannaerjur í Svarfaðardalnum, tarotspádómar og fótbolti, ýmsir áhugaverðir karakterar á vegagerðinni; Bötti, Snorri, Pálmi, Hermann, Ingi Ragnar og Siggi Odds, þrútnir, syngjandi hestamenn, kjúklingastuldur- og át inni á klósetti, svissneskir auðkýfingar, svipljótar rollur á Hólaheiðinni, hrotur, og svo margt margt fleira.
En hvað um það, ætli maður sé ekki bara genginn út og giftist húsráðanda í Grímstungu, liggi sauðdrukkin útí móa allan daginn þangað til hann kemur á kvöldin, slengir manni upp á öxlina og ber mann heim í sófa. Svona er lífið!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 21:53 |
mánudagur, júlí 04, 2005
Eitt bros
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt,
aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
Einar Ben.
Úr Einræðum Starkaðar.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 04:30 |
laugardagur, júlí 02, 2005
Ég lifi enn
Það er nú harla fátt að frétta af mér. Útlegð eftir útlegð á hinu ljúfa skeri sem kennt er við kópa. Þar hefst ég við í rigningu og sudda í kuldagalla með húfu og sól í sinni.
Reyndar er það að frétta að ég hyggst láta íbúð mína á sölu og stend ég því í stórræðum um helgina að gera hana sem söluvænlegasta og erum við pa búin að standa sveitt í dag við að pússa og hvítta hurðir undir angurvænum tónum hins bugaða Bubba. Á morgun verða svo festar upp ýmsar hillur og ljós, önnur lakkumferð tekin á hurðirnar, svo er ný hurð komin úr eldhúsinu yfir í þvottahúsið og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta á eftir að verða svo stórglæilegt að ég mun ekki tíma að selja íbúðina, sei sei.
Annars er ég búin að vera voðalega þungt hugsi og skrítin síðustu vikur, ja eða svo er mér allavega sagt. Veit ég ekki hvað veldur, en mér finnst þetta gott. Ég er búin að sökkva mér niður í hinar ýmsu ljóðabækur, hripa eitt og annað niður og hef jafnvel sest við tölvuna og skrifað. Þetta hlýtur að þýða að mér líði vel.
Sumir bera alltaf vatn sitt
í hripum.
Týna tækifærinu.
Sjá ekki veruleikann.
Missa hamingjuna eins og vatn
sem borið er í hripum.
Veruleikinn er ekki til,
fyrr en þú sérð hann.
Tækifæri þín eru veruleiki.
Þau eru allt í kringum þig,
umlykja þig eins og veruleikinn.
Við höfum skarpa sjón,
þegar við lítum til baka.
Daufa þegar við horfum fram.
En þar liggja tækifæri þín.
Tækifæri þitt er lífslindin
sem streymir fram,
tær og svalandi.
Fylltu þar bikar þinn.
Láttu ekki sögu mannsins
verða sögu glataðra tækifæra,
sögu manna
sem bera hamingju sína
í hripum.
Gunnar Dal
Birt af Gagga Guðmunds kl. 21:36 |