Það er nú harla fátt að frétta af mér. Útlegð eftir útlegð á hinu ljúfa skeri sem kennt er við kópa. Þar hefst ég við í rigningu og sudda í kuldagalla með húfu og sól í sinni.
Reyndar er það að frétta að ég hyggst láta íbúð mína á sölu og stend ég því í stórræðum um helgina að gera hana sem söluvænlegasta og erum við pa búin að standa sveitt í dag við að pússa og hvítta hurðir undir angurvænum tónum hins bugaða Bubba. Á morgun verða svo festar upp ýmsar hillur og ljós, önnur lakkumferð tekin á hurðirnar, svo er ný hurð komin úr eldhúsinu yfir í þvottahúsið og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta á eftir að verða svo stórglæilegt að ég mun ekki tíma að selja íbúðina, sei sei.
Annars er ég búin að vera voðalega þungt hugsi og skrítin síðustu vikur, ja eða svo er mér allavega sagt. Veit ég ekki hvað veldur, en mér finnst þetta gott. Ég er búin að sökkva mér niður í hinar ýmsu ljóðabækur, hripa eitt og annað niður og hef jafnvel sest við tölvuna og skrifað. Þetta hlýtur að þýða að mér líði vel.
Sumir bera alltaf vatn sitt
í hripum.
Týna tækifærinu.
Sjá ekki veruleikann.
Missa hamingjuna eins og vatn
sem borið er í hripum.
Veruleikinn er ekki til,
fyrr en þú sérð hann.
Tækifæri þín eru veruleiki.
Þau eru allt í kringum þig,
umlykja þig eins og veruleikinn.
Við höfum skarpa sjón,
þegar við lítum til baka.
Daufa þegar við horfum fram.
En þar liggja tækifæri þín.
Tækifæri þitt er lífslindin
sem streymir fram,
tær og svalandi.
Fylltu þar bikar þinn.
Láttu ekki sögu mannsins
verða sögu glataðra tækifæra,
sögu manna
sem bera hamingju sína
í hripum.
Gunnar Dal
laugardagur, júlí 02, 2005
Ég lifi enn
Birt af Gagga Guðmunds kl. 21:36
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|