Sælinú! Long time no see. Er búin að vinna eins og mo fo, aldrei heima nema um helgar, þarf meira að segja að vinna á morgun, þvílík þrælkun! Og þegar ég er heima um helgar er ég ekkert að nenna að blogga núorðið, mar er bara fullur og timbó;) En það hefur ýmislegt á daga mína drifið, ekkert markvert, en ýmsir smáatburðir, gisting í hjónarúmi með píu, lopapeysur, ágengir húsráðendur á fjöllum og mikill hlátur á hans kostnað. Sem sagt allt gott og blessað að frétta af mér!
Hef annars íhugað að gefa út bók með sögum af vegagerðinni. Líklega eingöngu fyrir vegagerðarfólk, en vá hvað það er mikið af litlum sögum sem festast í minninu, þrátt fyrir að ég gleymi öllu öðru. Þar má nefna Tryggva á Hóli, Brekkubræður og daginn sem þeir siguðu lögreglunni á okkur, Benna gistihúsaséní á Kópaskeri, verkstæðisheimsóknir, Ugga og Oddgeir, sögurnar þrjár af Jóni og ánum, Óli fjölfatlaði, Hafdís jarðfræðisækó, Rapp Svenni Cool sem talaði uppúr svefni og sakaði mig um að skemma vinnumóralinn, Guðni fulli og vinnuskúrinn, kúkasögur, Elvar perri í Grímstungu, Gísli ökuníðingur frá Reyðarfirði, vinir jarðarinnar, dauði blindi kallinn sem keyrði, sjálfumglaði hótelvertinn á Raufarhöfn sem seldi ekki sígó og þoldi ekki vegagerðina, músin í skálminni og fjölskyldu- og nágrannaerjur í Svarfaðardalnum, tarotspádómar og fótbolti, ýmsir áhugaverðir karakterar á vegagerðinni; Bötti, Snorri, Pálmi, Hermann, Ingi Ragnar og Siggi Odds, þrútnir, syngjandi hestamenn, kjúklingastuldur- og át inni á klósetti, svissneskir auðkýfingar, svipljótar rollur á Hólaheiðinni, hrotur, og svo margt margt fleira.
En hvað um það, ætli maður sé ekki bara genginn út og giftist húsráðanda í Grímstungu, liggi sauðdrukkin útí móa allan daginn þangað til hann kemur á kvöldin, slengir manni upp á öxlina og ber mann heim í sófa. Svona er lífið!
föstudagur, júlí 22, 2005
Er það málið?
Birt af Gagga Guðmunds kl. 21:53
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|