Ýmis dularfull bréf frá hinum ýmsustu stofnunum hafa borist mér undanfarna daga. Og ekki voru launin mín öll þar sem þau voru séð...hmmm. Ég er búin að velta þessu fyrir mér fram og til baka og upp og niður og eiga nokkur símtöl við Pa í Danaveldi þar til hið sanna kom í ljós rétt í þessu. Pa ákvað nefnilega á sínum tíma að hjálpa mér með skattaskýrsluna, en byrjaði svo bara á undan mér og sá að það vantaði ekkert inní hana nema dagpeningana mína. Svo hann hringdi í mig og spurði hvort ég vildi eitthvað kíkja á hana eða hvort hann ætti bara að ýta á send. Ég sagði honum að þrýsta bara endilega á send hnappinn og ljúka þessu af, og það hélt hann nú! En heldur ei lengur...hann gleymdi að senda skýrsluna! Og nú er fjandans skattmann búinn að misþyrma laununm mínum. En það bjargast vonandi á morgun þegar Pa ríkur í skattinn.
Annars er það af íbúðamálum að frétta að ég er komin með íbúð í Köben og mín er alveg að fara að seljast, og það er sko samkeppni! Tilboðin hækka og hækka og ég sit bara sallaróleg, en samt svoldið spennt, og sé tilvonandi bankareikning minn í hillingum:) Ég verð ágætlega sett kona í Kóngsins Köben í haust, sussu suss!
þriðjudagur, ágúst 09, 2005
Alltaf klúður á manni
Birt af Gagga Guðmunds kl. 22:34
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|