fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Köben undirbúningur í hámarki

Nú fer alveg að koma að þessu, Danmörk eftir einungis tvo daga! Mér finnst eins og það hafi verið fyrir nokkrum vikum sem enn voru níu mánuðir í að ég færi, mikið líður tíminn hrikalega fljótt.

Ég er að undirbúa á fullu, pakkaði mestu niður í tösku í gær, bara skór, bækur og snyrtidót eftir. Plokkaði svo vel á mér augabrúnirnar og snyrti neglurnar og fór svo í vax og fótsnyrtingu áðan, ég er að verða eins og nýsleginn túskildingur get ég sagt án þess að blikna. Maður verður nú að vera svolítið snyrtilegur fyrst maður er að fara að læra þau fræði, gengur ekki að mæta í skólann eins og versta Vegagerðargrýla, sem ég reyndar hef verið í sumar án þess að skammast mín fyrir;)

Ég fjárfesti svo í hörðum diski og hýsingu og er búin að taka allt bitastætt út af tölvunni minni og láta yfir á hann, svo er bara að kaupa fartölvu í Köben og tengja diskinn við hana, gæti ekki verið þægilegra! I-pod og myndavél er líka á innkaupalistanum auk annarra lífsnauðsynlegra hluta; buxur, bolir, nærföt, sokkar, inniskór, kósí náttsloppur, sólgleraugu, sléttujárn og fleira. Mikið verður gaman að versla í Köben...svo ég tali ekki um fríhöfnina! Öfundar mig einhver?:)

En já, þá er mál að fara að taka svolítið til í kjallaraholunni, von á þýskum næturgestum undir kvöldið. Mikið af þjóðverjum að angra mig í sumar;) Sjáumst galvösk næst!