miðvikudagur, apríl 05, 2006

20 hlutir um mig

Þó ég reyni að fara eftir eftirfarandi orðum og takist oft, þá eru vissar manneskjur sem einfaldlega eru of pirrandi: Sá sem fremur kýs að brosa en reiðast ber ætíð sigur úr bítum.

Ég er þekkt, að minnsta kosti í minni fjölskyldu, fyrir að kaupa ávallt undarlega skó.

Ég er ákaflega hreinskilin, en kýs að hafa hreinskilnina frekar á uppbyggjandi en niðurrífandi nótum.

Ég er hryllilega veik fyrir öllu bleiku, sama hversu ljótt það nú er, því bleikt gerir flesta hluti fallega.

Dómgreind mín er sprottin af reynslu. En reynsla mín er mest sprottin af slæmri dómgreind;)

Ég get verið ótrúlega blind á hvað öðru fólki finnst ósæmileg hegðun eða of opinskátt umræðuefni.

Það myndi henta mér best að geta sofið í 16 tíma og vakað í 8.

Uppáhalds maturinn minn er kjötsúpa, kjöt í karrý, og blóðug nautalund með bernaissósu.

Besta líkamsrækt sem ég hef prófað er sveitt spinning.

Ég kýs að umgangast heiðarlegt, glatt og jákvætt fólk með hjartað á réttum stað.

Fyrir þannig vini sem aldrei hafa brugðist mér né öðrum, myndi ég jafnvel deyja.

Ég get orðið sjúklega afbrýðisöm þegar ástin er annars vegar.

Ég er minningagreinafíkill.

Ég tek litla manninn mjög nærri mér.

Ég hef gaman af að kynnast skrýtnu fólki, trúarbrögðum og menningu.

Ég á það til að vera óhemju löt.

Mér þykir leiðinlegt að þrífa.

Ég græt oft á sunnudögum.

Ég elska girly-girl rómantískar stelpugamanmyndir.

Ég hef trú á að lýsi sé bót á öllum mannsins meinum.