föstudagur, febrúar 09, 2007

Þá er ég komin í upplestrarfrí. Eða nokkurskonar upplestrarfrí, þarf að mæta í skólann á þriðjudag og fimmtudag. Svo fer ég í próf 21. og 22. febrúar. Fyrri daginn er verklegt próf sem tekur allan daginn þar sem prófað er úr öllu sem ég hef lært , verklega og munnlega, erlendir prófdómarar og ég veit ekki hvað og hvað. Seinni daginn er svo MCQ próf, 100 krossaspurningar úr öllu efni sem við höfum farið yfir á heilu ári; líffæra- og lífeðlisfræði, eðlis- og efnafræði, sýklafræði, húðsjúkdómafræði, produktkemi, hudpleje, voks, makeup, apparater, mani og pedi...og já allur hinn fjandinn sem ég hef lært :) Svo það er mikið að lesa hjá mér núna.. ef ég bara nennti að byrja. Er alveg ógurlega slow í hausnum eitthvað núna og kem
mér bara alls ekki að því að lesa. Þá er bara að taka sig saman í andlitinu og reyna sitt besta.... get ekki beðið eftir að klára þennan bévítans skóla. Byrja svo starfsnámið 1. mars á Skodsborg þar sem ég hef verið að vinna aðra hvora helgi í vetur. það verður mikil vinna í þessa 6 mánuði, alltaf fullbókað hjá manni allan daginn.

Anyhooo.....later folks;)