Forsíðufrétt í Morgunblaðinu í dag. Ferðamenn á leið frá Hveravöllum áleiðis að Þjófadölum fundu bjarnarspor í moldarflagi. Haft var samband við lögregluna á Blönduósi og bað hún ferðamennina um að teikna upp sporin, og fylgdi hún þeim svo aftur til Hveravalla til að skoða mætti sporin betur. Sporin fundust ekki en leit heldur áfram.
Það æðislegasta við þessa forsíðufrétt er lokamálsgreinin:
"Sævar Einarsson, bónda á Hamri í Hegranesi, dreymdi nótt eina í júníbyrjun þrjá ísbirni. Óvíst er hvort draumur bóndans kemur fram en það skýrist á næstunni."
Elska þegar stuðst er við drauma gamalla bænda úr afdölum í fréttum.
föstudagur, júní 20, 2008
"Leit að birni heldur áfram"
Birt af Gagga Guðmunds kl. 22:52
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|