þriðjudagur, júlí 01, 2008

Landið skoðað

Turtildúfurnar skelltu sér í sumarbústað um helgina. Lögðum í hann seinnipartinn á föstudeginum og lentum auðvitað í svaka umferð, allir á leið úr bænum með tjaldvagnana sína. Keyrðum í gegnum Selfoss og Hveragerði, það er svo langt síðan að ég hef komið þangað að ég man ekki einu sinni eftir að hafa verið þar. Við eyddum helginni í að slappa af, borða, spila, sóla okkur, púsla 500 kubba púsluspil og túristast. Skoðuðum Seljalandsfoss, Skógafoss, fórum í fjöruferð á Vík og sáum Reynisdranga og kíktum á lunda í Dyrhólaey á sunnudeginum.

Seinnipartinn á laugardeginum var von á mömmu, ömmu og móðursystur Gunnars í bústaðinn. Þær hringdu um fimm leytið, bíllinn bilaður á Kirkjubæjarklaustri. Við renndum því á Klaustur og sóttum gengið, grilluðum svo og spiluðum Rummikub fram eftir kvöldi. Sem sagt mjög vel heppnuð helgarferð, maður ætti að gera meira af þessu, skoða landið og eiga góðar stundir saman.

Læt fylgja smá ferðamyndir með, að sjálfsögðu.


Ég við Seljalandsfoss.

Gunni í fjörunni við Vík, svaka stelling (takið eftir sandölunum). Reynisdrangar í baksýn.

Gunni hugsandi yfir púslinu.

Einmana lundi í Dyrhólaey.
Ég lofthrædd að mynda fegurðina.