þriðjudagur, september 30, 2008

Bravó!

Mikið rosalega stóð Þorsteinn Már Baldvinsson sig vel í Kastljósinu. Ég stóð mig nokkrum sinnum að því að hrópa á Helga Seljan að þegja og leyfa manninum að tala! Er ekki löngu kominn tími á að taka Davíð Oddsson úr umferð? Stríð hans við Jón Ásgeir Jóhannesson er bara orðið þreytt og ansi áberandi persónulegt.

Getraun vikunnar

Ég var að skoða heimasíðuna eirberg.is og rakst þar á þessa auglýsingu fyrir skurðstofu- og skoðunarhanska fyrir heilbrigðisstofnanir. Ég get engan veginn gert mér grein fyrir hvaða líkamshluti er til sýnis á myndinni sem tilheyrir auglýsingunni. Getur einhver hjálpað mér?


miðvikudagur, september 17, 2008

Sá sem sagði að sumarið væri tíminn var ekki með öllum mjalla. Haustið er tíminn!