þriðjudagur, september 30, 2008

Bravó!

Mikið rosalega stóð Þorsteinn Már Baldvinsson sig vel í Kastljósinu. Ég stóð mig nokkrum sinnum að því að hrópa á Helga Seljan að þegja og leyfa manninum að tala! Er ekki löngu kominn tími á að taka Davíð Oddsson úr umferð? Stríð hans við Jón Ásgeir Jóhannesson er bara orðið þreytt og ansi áberandi persónulegt.