Svo dreymdi mig líka alveg skelfilega skringilega. Ég skaut hrafn sem var að slást við máv (eða máf?) með lásaboga, man ekki af hverju. Það var sem sagt ég sem var með bogann en ekki mávurinn. En allavega strauk hrafninn vængnum utan í jakkann minn og skildi eftir blóðugt gat. Og þá dó Jónsi í svörtum fötum og Rósa konan hans var alveg brjáluð út í mig, en hann gekk aftur og hún sakaði hann um framhjáhald. Hann gekk á eftir henni og reyndi að milda hana en hún vildi ekkert við hann tala og gekk í burtu.
Ég get svo svarið það, hvað er maður eiginlega ruglaður á nóttunni? Ég kíkti í draumaráðningabók eftir hrafni eða krumma en það stóð bara:"Hrafn. Þetta nafn boðar þér lát nákomins vinar." En ég held að hrafninn hafi ekki heitið Hrafn. Og að drepa fugl í draumi er ekki fyrir góðu. Jæja, ég vona að allir haldi sér á lífi og að ég haldi geðheilsu, allavega eitthvað lengur.
sunnudagur, október 17, 2004
Meira um drauma
Birt af Gagga Guðmunds kl. 18:00 |
I had a dream
Mjög spes draumur já. Bjó einhversstaðar í útlöndum, ekki alveg sure hvar, en skráði mig allavega í einhvern fatahönnunarskóla og borgaði offjár fyrir, átti svarta vinkonu sem kom með mér, ekki hugmynd um hver það getur verið. Svo voru bara endalausar hillur fullar af allskonar efnum og einhver gribbu kennara kerling sem hrúgaði á mig efnisströngum og sagði að ég væri langt á eftir öllum og ég þyrfti að skila fullt af flíkum eftir nokkra daga, svo ég fór að sauma og hanna alveg á fullu. Kellan sýndi mér peysu sem annar nemandi hafði gert og henni líkaði vel og ég hannaði í draumnum nýja peysu á augabragði, sá hana alveg fyrir mér, efnið og allt... og svo þegar ég vaknaði var ég alvarlega að spá í að fara í fatahönnun. Það er alveg ótrúlega oft sem mig dreymir föt, allskonar galla og flott snið, magnaða liti og flott efni og er alveg slefandi þegar ég vakna. Kannski það sé verið að benda mér á eitthvað, hmmm;) Hehe, nei ætli ég haldi mig ekki við snyrtifræðina í bili, aldrei að vita síðar meir, er nú þekkt fyrir að vera endalaust í skóla og að skipta um skoðanir jafn oft og ég blikka augunum;)
Birt af Gagga Guðmunds kl. 16:32 |
laugardagur, október 16, 2004
Bloggari hefur bæst í hópinn
og það er verkfræðipían hún Hugrún frá Laugum. Vorum bestest friends hérna í denn og endurnýjuðum kynnin að einhverju leyti nú fyrir stuttu. Endilega að kíkja á síðuna hennar!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 22:20 |
Auglýsi hér með
eftir stjörnukortinu mínu. Hef ekki séð það í mörg ár þrátt fyrir mikla leit. Þeir sem hafa orðið varir við það vinsamlega látið mig vita.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 22:13 |
föstudagur, október 15, 2004
Heldurðu ekki
að hún Þórey mín hafa bara hringt í gærkvöldi! Alltof langt síðan ég hef séð hana, örugglega næstum tvö ár! Hún býr í Reykjavík núna og er að læra klæðskerann í iðnskólanum, svaka kúl á því. Hún á afmæli núna um helgina og var að tékka hvort nokkuð væri von á mér í bæinn. Ég er nú ekkert á leið suður svo ég bauð henni bara að koma í afmælið mitt þann 5. nóvember, svo nú verð ég að gjöra svo vel að halda veislu. Heiggi stóribró var líka að tala um að koma norður ef ég verð með veislu, þar sem ég á nú hálf stórafmæli, 25 ára! Svo þá lagði ég saman tvo og tvo og plottaði það að Þórey gæti barasta fengið far norður með Heigga, ohhh ég er svo mikill snillingur! Já þannig að það verður partý...eða kannski kökuboð bara...eða bæði? Já ég á eftir að hugsa þetta aðeins meira...kannski ég haldi bara þemapartý, "eitís" kannski...eða bleikt og blátt...hmmm...jæja, leggja heilann í bleyti og leita að bollu og partýmat uppskriftum. Jeij jeij! Þórey afmæli 17. Dúdda 19. amma 21. pabbi 23. og Birna 27. verð að kynnast einhverjum sem á afmæli 25.!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 15:16 |
fimmtudagur, október 14, 2004
Djí...
ég er ekki búin að mæta í ræktina síðan síðasta laugardag, ömurlega léleg! Enda er spikið búið að hlaðast upp á mér, því ekki hef ég borðað heilsusamlega heldur. Mamma heldur að ég sé á fengitímanum og fari að hefja fjölgun hvað úr hverju, en nei, ekki alveg það sem er efst í huga mér þessa stundina! Er bara búin að vera að læra, vinna og sofa þessa vikuna, auk þess sem ég get ekki snúið höfðinu til hliðar, svo ég hef bara tekið það rólega. Það er löng helgi í skólanum þessa helgi, frí bæði föstudag og mánudag, ekki veit ég hvers vegna en er sama, bara sátt við að fá frí;) Er svo bara að vinna á laugardaginn svo ég tek kannski smá lotu í ræktinni fjóra daga í röð. Verð að fara að fá bílinn aftur, er að deila bíl með mömmu og ömmu núna og það er ekkert spes, þó ég fái að hafa hann mjög oft. Jæja þetta kemur allt í ljós, ætla að klára detox teið mitt ljúffenga og kannski athuga hvort ég hafi fengið svar frá snyrtiskólanum, ótrúlegt hvað þeir geta verið lengi að svara!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 13:11 |
miðvikudagur, október 13, 2004
Hipp og kúl
Dúdda ormur er meðal fræga fólksins í New York eins og vera ber.
Carmen Electra í föngulegum hópi.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 15:04 |
mánudagur, október 11, 2004
Aðalfréttin
má ekki gleymast! Ég fékk 9.8 á 30% eðlis- og efnafræðiprófinu mínu, jíhaaaa!!!! Gerði tvær ponku klaufavillur, maður getur aldrei verið alveg laus við þær:( Var svona þokkalega ánægð með þessa einkunn, get ekki sagt annað, hefði samt verið snilld að fá 10! Og ég hefði verið illa svekkt að fá lægra líka því ég var nokkuð viss um að ég hefði getað allt. Eníveis, var að brenna pott af því ég var viss um að ég væri ekkert að hita þegar ég heyrði snark í íbúðinni, og ætla að fara að rumpa af sýklafræðiverkefni, eða verkefnum, eftir því hvernig gengur!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 16:04 |
Aumingja kagginn
er alveg að segja sitt síðasta. Kúplingin er biluð. Ég keyrði í skólann í morgun og í hvert skipti sem ég stoppaði, sem sagt á gatnamótum og á bílastæðinu í skólanum, drap skrjóðurinn á sér og hoppaði áfram. Ég hef pottþétt verið rosa asnaleg, eins og ég kynni ekki að keyra. Kom honum svo á stæðið hjá ömmu, en hún býr fyrir neðan VMA og þaðan ætlaði ég aldrei að koma honum þar sem ég gat ekki sett í gír. Það tókst svo að lokum og brunaði ég í einum rykk í öðrum gír til mömmu og pabba og þar stendur kagginn núna og ég er farlama. Ætla að gera tilraun til að koma honum upp á vegagerð á morgun ef þeir á verkstæðinu verða svo ljúfir að vilja kíkja á hann fyrir mig. Og ég sem ætlaði að gera svooo margt í dag, ræktin, bærinn, vinnan, hef ekki tíma til að labba það allt...get labbað í skólann, það er ekki málið. Ohh, vona svo innilega að það sé hægt að gera við hann fyrir lítinn eða engan pening, alveg týpískt að um leið og ég fæ bíl þá bili hann!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 15:43 |
sunnudagur, október 10, 2004
Hömm pömm...jú ég held það!
Ég lagfarði aðeins og betrumbætti svörin mín og fékk þá út að ég væri soldil appelsína, og held barsata að það stemmi betur, allavega sumt af því, eða hvað? Nema auðvitað liturinn, hann er alveg út í hött;) Og jú, ég er ekki mjög mikill orkubolti, svona almennt séð;)
You're orange. You're strong and have the reflexes
of a tiger. You're overly protective, and
those skills come in handy... You're a natural
person, with a taste for natural foods (I mean
organic, here.). Well, that's not true.
...Just food in general! You're as
quick-witted as your reflexes, and sometimes
painfully logical. You love wild animals and
pets. (Preferably wild animals!) You're a
natural person, and a true child of Gaia.
You're a stimulating, and outgoing person. You
enjoy making people think, especially with your
infectiously spontaneous attitude. You're a
generally optomistic person, with a love for
showing off all of your good traits. Although
many people may see you as strung-out, or just
plain weird, you're very down-to-earth and
humble. You're incredibly sweet (as this
color's other name!), and you care about people
in general. As this color would describe,
you're energetic beyond all human
comprehension. You've got a nack for drawing,
and you enjoy it, too. When it comes to
school, you're a good listener with an even
better memory. You're studious... At least
when you need to be!
What color are you? (Amazingly detailed & accurate--with pics!)
brought to you by Quizilla
Birt af Gagga Guðmunds kl. 03:52 |
Kemur á óvart!
Veit nú ekki alveg hvort lýsingin stemmi, en liturinn er pottþéttur, varð soldið hissa að fá þetta svar samt, þar sem bleikur er jú uppáhalds liturinn minn;)
You are the color pink. As a beautiful and sweet
human, you are everybody's favorite person.
Healthy and energetic, you're often seen
spreading the happines. As an unusually
charming and sweet person, you're always ready
to comfort people who are down. You sympathize
with everyone, but not always yourself. Aside
from that, you are light-hearted and cheery.
And you make it your duty to make every cloud
have
What color are you? (Amazingly detailed & accurate--with pics!)
brought to you by Quizilla
Birt af Gagga Guðmunds kl. 03:45 |
fimmtudagur, október 07, 2004
Gekk ágætlega
í eðlis- og efnafræðiprófinu í gær, held ég hafi getað allt, en annað kemur líklega í ljós þegar ég fæ niðurstöðurnar;) Vona að ég fái út úr því á morgun. Fór svo líka í svona smá tékk í lollinu í gær og fékk 10 á því! Við máttum reyndar nota bókina og glósur en höfðum mjög stuttan tíma, svo ef ég hefði ekki kunnað rúmlega helminginn á prófinu utanbókar hefði ég ekki náð þessu (aðeins að reyna að líta betur út sko thíhí) en það við vorum samt bara tvö sem fengum 10 svo ég er þokkalega ánægð! Svo verður 15% próf í lolli eftir tvær vikur og ég þarf sko slatta mikið að læra fyrir það skal ég segja þér! Ekki nóg með að ég þurfi að kunna allt um húðina, öll bein í beinagrindinni og helstu líffæri á latínu, heldur þarf ég líka að vita hvar klyftasambryskja, augnkarl, ölnarhöfðagróf, stílhyrna og neföður (og fleiri og fleiri) eru og kunna heitin á þeim á latínu! Ja sei sei, það mætti halda að maður væri kominn í háskóla bara!! (Ekki seinna vænna, en það er annað mál;)) Svo auðvitað þarf ég að vita sitthvað um vefi, frumur og fleira. En ég hef nú bara gaman að þessu, svo ég ætla ekki að kvarta meira.
Já já, fór annars með kaggann í smurningu í dag, fyllti hann af bensíni, kyssti hann og knúsaði, get ekki ímyndað mér lífið án hans núna;) Fór svo í dýrabúðina með Gumma litlabró og spurði um skjaldbökur, en þær eru víst ekki seldar á Íslandi. Hélt svo sem ekki, en sakar ekki að spyrja. Gerði það nú aðallega til að hrella hana móður mína. Braut svo saman eins og hálfa skúffu af plastpokum sem voru að flæða um allt þvottahús, ryksugaði og tók svolítið til og ætla að fara að læra núna, ekki veitir af, stafli af verkefnum! Svo er það Body Balance á eftir, jeminn hvað það er hægt að svitna í þeim tímum. Búin að fara einu sinni áður, fullt af stórum kellum í tímanum sem blésu ekki úr nös meðan ég var gjörsamlega á síðasta dropa...já því er misskipt vöðvaaflinu;)
Birt af Gagga Guðmunds kl. 18:11 |
mánudagur, október 04, 2004
Hvað er annars
málið með tannlækna. AF HVERJU fylla þeir munninn á manni af allskyns tækjum og tólum og spyrja mann svo að einverju?????
Birt af Gagga Guðmunds kl. 17:40 |
Talandi um að keyra
þá keypti hann pabbi minn sér nýjan bíl á dögunum og heldurðu ekki að ég hafi bara fengið gamla kaggann til afnota!! Er alveg þvílíkt ánægð með það, frábært að geta keyrt út um allt án þess að þurfa alltaf að vera að fá lánaðan bíl. Pabbi meira að segja búinn að borga tryggingar og allan pakkann, svo ég þarf bara að borga eldsneyti á bílinn og má hafa hann alveg í ár örugglega. Jeij jeij, ég á alveg bestu foreldra í heimi verð ég að segja... því mamma gaf mér svo 10 þúsund króna bensínkort sem hún vann í einhverju happdrætti...too good to be true, huh?? Takk fyrir mig!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 15:22 |
Alltof löt
að blogga núna, finnst best að liggja bara undir teppi og gera sem minnst. Var að koma frá tannlækni, hann kíkti upp í mig og hreinsaði tannstein og ég borgaði honum mjög sanngjarna þóknun, 7700 krónur...jeminn! Á svo pantaðan tíma aftur í nóvember, þá ætlar hann að fegra aðeins á mér brosið, plasta tvær tennur sem ég er búin að gnýsta til fjandans, og taka mót fyrir svefngómi, svona eins og gamla fólkið notar;) Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn gnýst-eyðslu tannanna. Ég er greinilega alveg ferleg á nóttunni, bryð í mér tennurnar eins og kandís;)
Tók 5% æfingarpróf í eðlis- og efnafræði í síðustu viku, fékk út úr því á föstudaginn 8.4 og það tók mig helgina að jafna mig. Var óóógurlega svekkt að hafa ekki fengið 10 því þetta voru bara klaufavillur sem ég var að gera, já maður er farinn að gera kröfur til sín! Fer svo í 30% próf núna á miðvikudaginn sem ég ætla að reyna að standa mig betur í. Það er reyndar miklu lengra og flóknara svo ég ætti bara að vera ánægð ef ég næ 8.4 en ég hélt bara að ég væri aðeins betri í þessu. Svo er próf í lollinu (líffæra- og lífeðlisfræði) á næstunni, það verður örugglega öllu strembnara með öll sín latínuheiti og skemmtilegheit, já það verður allavega fróðlegt að sjá hvernig gengur í því!
Jamm og jæja, ætla að smellast í íþróttagallann og keyra svo elskuna mína til tannlæknis, tata!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 15:09 |