Mjög spes draumur já. Bjó einhversstaðar í útlöndum, ekki alveg sure hvar, en skráði mig allavega í einhvern fatahönnunarskóla og borgaði offjár fyrir, átti svarta vinkonu sem kom með mér, ekki hugmynd um hver það getur verið. Svo voru bara endalausar hillur fullar af allskonar efnum og einhver gribbu kennara kerling sem hrúgaði á mig efnisströngum og sagði að ég væri langt á eftir öllum og ég þyrfti að skila fullt af flíkum eftir nokkra daga, svo ég fór að sauma og hanna alveg á fullu. Kellan sýndi mér peysu sem annar nemandi hafði gert og henni líkaði vel og ég hannaði í draumnum nýja peysu á augabragði, sá hana alveg fyrir mér, efnið og allt... og svo þegar ég vaknaði var ég alvarlega að spá í að fara í fatahönnun. Það er alveg ótrúlega oft sem mig dreymir föt, allskonar galla og flott snið, magnaða liti og flott efni og er alveg slefandi þegar ég vakna. Kannski það sé verið að benda mér á eitthvað, hmmm;) Hehe, nei ætli ég haldi mig ekki við snyrtifræðina í bili, aldrei að vita síðar meir, er nú þekkt fyrir að vera endalaust í skóla og að skipta um skoðanir jafn oft og ég blikka augunum;)
sunnudagur, október 17, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|