Til er fólk sem hugsar ekki út í það að aðrir hafi tilfinningar. Til er fólk sem ræðst inn í einkalíf annarra og særir meira en orð fá lýst án þess að blikka auga. Ég veit ekki hvort það er af illgirni eða heimsku sem fólk gerir þetta, en það hugleiðir að engu leyti afleiðingar þess fyrir manneskjuna sem verður fyrir því. Einkalíf sitt vill maður eiga í friði og það er skelfilegt þegar því er dreift út um allt án þess að maður geti gert nokkurn skapaðan hlut til að stöðva það. Getið þið ímyndað ykkur þá tilfinningu? Að vera gjörsamlega valdalaus? Mynduð þið vilja að ykkar allra mestu prívat hlutir yrðu sendir til ókunnugs fólks, og ég tala ekki um til vina, fjölskyldu og ættingja?!
Og því segi ég: Þér sem datt í hug að gera mér þetta óska ég alls ills, og megirðu rotna í helvíti. Og mundu...What goes around comes around!
fimmtudagur, október 21, 2004
Til þeirra sem eiga það skilið.
Birt af Gagga Guðmunds kl. 16:58
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|