er baktería sem veldur spergilsýki, sem er mjög hættuleg matareitrun. Bakterían seytir frá sér úteitri (exótoxín), svokölluðu taugaeitri, sem er eitt öflugasta eitur sem þekkist. 1/1000 úr milligrammi þarf til að drepa mann. Hún berst með skít (mold) og vatni í ýmis matvæli, aðallega pylsur, reyktan mat, grænmeti, heimaniðursoðnar vörur og skemmdan fisk þar sem hún seytir frá sér úteitrinu ef hún nær að fjölga sér við loftfirrðar aðstæður. Ef menn neyta mengaðs matar er hætta á að eiturefnið berist í blóðrásina og veldur það taugalömun sem getur leitt til dauða. Algeng einkenni eru m.a. munnþurrkur, kyngingarerfiðleikar, sjóntruflanir, lömun augnhreyfivöðva, skert einbeitingar- og staðsetningarhæfni, talerfiðleikar vegna lömunar talvöðva, ógleði, uppköst, kviðverkir og niðurgangur. Vitað er um kornabörn sem hafa smitast af spergilsýki við neyslu grómengaðs hunangs á snuddum.
Clostridium botulinum eitrið er einnig þekkt undir nafninu Botox (botulinum toxin) og er sprautað í andlit fólks til að slétta úr hrukkum.
þriðjudagur, október 19, 2004
Clostridium botulinum
Birt af Gagga Guðmunds kl. 15:04
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|