Er búin að vera bara lasin um helgina, ekki mikið aksjón í konunni. Mætti reyndar í vinnuna í gær en vorkenni fólkinu sem ég talaði við, missti röddina reglulega í einhverri hálf köfnun og saug villt og galið upp í nefið. Vildi ekki sýna þann aumingjaskap að tilkynna mig veika auk þess sem það er sjaldnast tekið trúanlega af atvinnurekundum á laugardagsmorgnum. Samt alveg fáránlegt að mæta útúr kvefaður þegar maður vinnur við að tala í síma! Lá svo bara uppi í sófa frá 3 í gær, undir sæng með tebolla og lét manninn vorkenna mér..eða reyndi að minnsta kosti, hann sýndi ekki mikla meðaumkun;) Datt ekki í hug fyrr en um 11 í gærkvöldi að taka inn verkjatöflu og það lá við að ég yrði frísk á augabragði. Þetta virðist fylgja mér þegar ég er lasin, gleymi alltaf að búið er að finna upp allskyns lyf til að hjálpa manni. Sem betur fer var ég mun hressari í dag, hafði það samt mega kósí, horfði á Shark Tale og Ken Park sem er heldur betur sérstök mynd frá þeim sem gerðu KIDS á sínum tíma. KIDS var frekar "truflandi" mynd og ekki skánar það við Ken Park. Mæli eindregið mað að þið kíkið á hana, ekki oft sem ég hrylli mig yfir myndum en þessi er, ja, spes;)
Já, og svo saumaði ég þetta dress áðan sem sést á myndinni hér fyrir ofan. Það er nú það eina sem ég hef afrekað um helgina, fyrir utan að skreiðast út í búð áðan og að drekka soldinn slatta af kaffi..ætti kannski að gera það oftar ef það þýðir að ég dreg fram saumavélina í kjölfarið!
sunnudagur, október 31, 2004
Sveiattann!
Birt af Gagga Guðmunds kl. 22:26
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|