af því nú er mig farið að langa að borða. Kallinn farinn út í búð að kaupa sér eitthvað gott í gogginn og ég bara get ekki beðið eftir að fara að sofa til að geta vaknað á morgun og borðað! Löngunin svona kemur og fer en að sjálfsögðu stenst ég freistinguna þegar hún krælir á sér. Já, er að finna svolítinn mun á einu núna og það er húðin í andlitinu. Var komin með soldlar bólur og einhvern skít í fésið, en undur og stórmerki hafa gerst á einungis nokkrum klukkutímum, því eftir að ég kom úr sturtu klukkan hálf fjögur í dag er húðin að ég held að breytast í silki; bólurnar að hverfa og ég get ekki hætt að strjúka á mér kinnarnar. Það er því mjög greinilegt að maður er það sem maður borðar, þ.e.a.s. sá skítur sem maður lætur ofan í sig birtist á húð og hári...spurning um að fasta bara einn dag enn, ha?
fimmtudagur, október 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|