Ég hélt alltaf að það væru einhver mörk fyrir hversu misheppnaður maður gæti verið. Ef þessi mörk voru til þá hef ég nú í eitt skipti fyrir öll hækkað þau svo um munar. Eftirfarandi símtal átti sér stað á Gallup í fyrrakvöld: "Já gott kvöld Ragnheiður heiti ég.." Maður á hinum endanum svarar hinn hressasti:"Já komdu sæl Ragnheiður" Ég held áfram:"Er hún Jóna (eða hver það nú var) við? Maðurinn svarar:"Nei hún er nú ekki við." "Ó" segi ég, "er hún ekki í þessu númeri?" "Neeeeeiei" svarar maðurinn. "Nú þá er ég bara að hringja eitthvað skakkt, afsakaðu ónæðið" segi ég og maðurinn á hinum endanum segir eilítið hvumsa:"Uhhhh já...allt í lagi." "Já vertu blessaður" segi ég og legg á... Eftir á að hyggja fannst mér ég kannast óþarflega mikið við röddina í honum og fer að hugsa málið...ætli ég hafi verið að tala við bróður minn?? Ég tók niður númerið og kannaði það á simaskra.is áðan og viti menn..ég VAR að tala við bróður minn!
Fyrstu viðbrögð mín voru að minnast aldrei á þetta við nokkurn lifandi mann sama hversu mikið ég yrði pyntuð en fór svo að hugsa málið... bróðir minn heldur eflaust að ég sé endanlega farin yfir um og komin á sýru. Svo ég hringdi í hann áðan, kynnti mig og sagðist vera að hringja frá Gallup...og það var mikið hlegið. Ég meina, ég hringi skrilljón símtöl á kvöldi og þegar maður býst ekki við að vera að hringja í einhvern sem maður þekkir, hvað þá skyldmenni með ný símanúmer, getur svona gerst! En samt...jeminn hvað ég er asnaleeeeg! Kannski að hnúturinn í hálsinum á mér sé ekki vöðvabólga eftir allt?
laugardagur, mars 19, 2005
Þetta er held ég það asnalegasta....
Birt af Gagga Guðmunds kl. 20:29
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|