Úff hvað ég er með mikla strengi! Í alsælunni sem fylgdi sentimetramissinum gleymdi ég að segja frá því að ég þurfti að taka seinna þolprófið í gær. Í byrjun námskeiðsins tók ég þolpróf sem ég stóð mig alltof vel í, hljóp þrjá kílómetra á 20:05, svo í gær bölvaði ég mér vel og lengi fyrir að þurfa að gera enn betur, stillti brettið á rúmlega 10 og strunsaði kílómetrana þrjá á 17:50. Eftir átökin var ég viss um að það væri komið að því, ég myndi endanlega gefa upp öndina. En ég lifi enn, húrra! Var pottþétt með besta tímann af öllum kellunum, trúi ekki öðru, spurning um kallana...þeir eru auðvitað miklu stærri en pínulitla ég og taka því helmingi færri skref, ósanngjarnt! Er að spá í að fara að hlaupa svolítið meira á næstunni þó mér þyki það alveg óeeeendanlega leiðinlegt, því þá kannski fer kílóunum eitthvað að fækka hjá mér í samræmi við sentimetrana. Ætla svo að biðja um fitumælingu aftur eftir svona mánuð og halda smá bókhald sjálf bara. Hlakka til að sjá hvort einhverjar breytingar verði, alltaf svo gaman að sjá árangur!
föstudagur, mars 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|