fimmtudagur, mars 03, 2005

Undur og stórmerki

Í dag var lokadagur aðhaldsnámskeiðsins og þar af leiðandi neyddist ég til að stíga á viktina. Ekki ánægjulegar niðurstöður. Búin að missa 1.2 kíló. Kannski vegna þess að ég borðaði feitan hamborgara með frönskum og kokkteil áður en ég fór í ræktina. En ég svekkti mig ekki lengi yfir þessum niðurstöðum heldur fagnaði ákaft sentimetra- og fituprósentamælingunum sem fylgdu í kjölfarið. Fitan er búin að minnka um 2.3 prósetnustig og ekki veit ég hvert allir sentimetrarnir fóru, hef ekki tekið eftir rýrnuninni, en ég sakna þeirra bara ekki neitt! 7 cm af mjöðmum og 7 af mitti... til að fagna þessum árangri býður Átak til hlaðborðs á Stássinu í kvöld. Undarlegt að fagna megrun með áti.