Ég er að horfa á þátt um Britney Spears í sjónvarpinu. Þvílík della. Fólk sem lítur á sjálft sig sem "professional" gagnrýnendur að tala um hvar Britney hefur mistekist. Þeir segja að hún geri sér ekki grein fyrir hvað hún lítur illa út og hvernig það hafi áhrif á framann. Að vera vinkona Paris Hilton geri henni aðeins slæmt því Paris lítur vel út við hliðina á henni, hún er feit, illa greidd og illa klædd. Hún ætti að ráða sér stílista, make up artist og hárstílista. Aðdáendurnir eru horfnir, hún er ljót og í stóru messi. Æ hvað ég varð reið að horfa á þetta. Spáðu aðeins í þetta...Britney var 17 ára þegar hún sló í gegn með Oops I did it again. Sautján ára. Hvað varst þú að gera þegar þú varst sautján? Ég var allavega einhversstaðar veltandi um í mínum eigin haus, þótti ég að sjálfsögðu alltof feit með mín 52 kíló og vissi ekki almennilega hvert mitt hlutverk var í þessum heimi. Og tíu árum síðar veit ég það varla enn. Það eina sem ég get sagt um miss Spears er að ég dauð vorkenni henni. Hún getur ekki farið út úr húsi með bólu á nefinu án þess að vera ljósmynduð. Og það að hún hafi hætt að gangast upp í þessu Hollywood image , sem mér finnst bara frábært, virðist fara fyrir brjóstið á mjög mörgum. Af hverju má stelpugreyið ekki fara ómálað í joggingfötum útúr húsi, einstæð tveggja barna móðirin? Það er greinilega ómögulegt fyrir hana að ætla sér að verða normal eftir að hafa verið teenage sex symbol í mörg ár. Og hverjum er um að kenna? Mömmunni, umboðsmanninum, ljósmyndurunum eða okkur lesendum slúðurblaða? Ég veit það ekki... veit bara að ég finn til með stelpunni.
fimmtudagur, júní 21, 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|