Ég er loksins búin að uppgötva kosti þess að blogga. Fyrir minnislausa manneskju eins og mig er þetta alveg frábært. Til dæmis var ég búin að gleyma þessu skemmtilega atviki sem ég fann fyrir tilviljun aftur þegar ég var að fletta í gegnum síðuna mína í kvöld:
föstudagur, febrúar 11, 2005
Af hvejru er himininn blár?
Ég hitti skondinn mann í ræktinni áðan. Ég var að ganga á bretti eftir aðhaldstímann minn þegar það drynur í einhverjum "Góðan DAAAGINN" beint fyrir aftan mig. Mitt litla hjarta hrökk í kút en ég bauð samt manninum sem steig á brettið við hlið mér góðan daginn. Hann kunni ekki á brettið svo ég sýndi honum hvernig ætti að starta því. Og svo byrjaði hann að spyrja. Og hann spurði og spurði og spurði og mér fannst hann svo fyndinn að ég tók bara þátt þó að maðurinn væri vægast sagt stór undarlegur. Mér fannst þessar aðstæður voða kunnulegar eitthvað og fattaði það þegar ég kom heim að þetta var alveg eins og auglýsingarnar frá Pennanum "með svar við öllu" eða hvað þær nú heita. Dæmi um spurningaflóð frá manninum:"Hvað heitirðu? Hver vann í Ædolinu? Ertu búin að æfa lengi? Ætlarðu að safna vöðvum? Er prógrammið þitt gott? Áttu íbúð? Keyptirðu hana af mömmu þinni? En ömmu? En langömmu? Hvað ertu gömul? Áttu bíl? Hvaða tegund er hann? Er hann fjórhjóladrifinn? Ferðu á honum upp á hálendið? Hvað heldurðu að ég sé gamall? Hvaðan ertu ættuð? Hvar vinnurðu? Er það vel launað? Veistu hvað Tiger Woods er með á mánuði? Ætlarðu að missa nokkur kíló?"Og að sjálfsögðu sagði hann mér ýmsar sögur af sjálfum sér á milli þess sem ég svaraði honum. Hann var að spá í að skrifa smásögu um mann sem býr í Hafnarfirði og finnst gott að fá sér krakk um helgar og keyra svo á sportbílnum sínum upp á fjöll og skjóta hreindýr á haustin og svo sagði hann mér frá konu sem hann bara byrjaði að tala við einhversstaðar og það samband entist í hálft ár. Þá slökkti ég á brettinu mínu og sagðist þurfa að drífa mig heim;) Ég var nú svo hugulsöm að sýna honum fyrst hvernig hann ætti að slökkva á brettinu sínu svo hann færi sér ekki að voða.
fimmtudagur, júní 14, 2007
Birt af Gagga Guðmunds kl. 01:43
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|