fimmtudagur, júní 14, 2007

Sælt veri fólkið...ef einhver er hérna ennþá;) Ég er komin með fasta internet tengingu núna... sem þýðir þó kannski ekki að ég muni blogga meira en áður en ég hef að minnsta kosti möguleikann á því. Hér í Kaupmannahöfn er búið að vera alltof heitt síðustu vikuna, hitastigið hefur farið upp í 31 gráðu Celcius og að vinna á SPA-i með hitateppi, hitalampa, heit böð og gufu er næstum óbærilegt. Ég þarf að skipta um bol tvisvar á dag og hef ávallt handklæði við höndina þegar ég nudda svo það dropi ekki á kúnnana;) Að sjálfsögðu er ég komin með sólarexem á handleggina, farið að verða sjálfsagður hlutur í byrjun sumar, og það eftir aðeins einn dag í sólinni. Ég er bara ekki gerð fyrir sól.

Ég er að spá í að sækja um nuddnám þessa stundina, námið byrjar 3. september, sem passar mjög vel þar sem starfsnámið mitt endar 1. september, og tekur aðeins rúma þrjá mánuði. Af því sem ég vinn með sem snyrtifræðingur finnst mér nuddið mest heillandi og kúnnarnir eru ánægðir og hrósa mér mikið svo ég held að það sé sterkur leikur að læra það almennilega, svo ég viti aðeins meira hvað ég er að gera;) Ég nuddaði vinkonu mína sem ég er að vinna með um daginn og hún sagði að ég hefði karlmannshendur. Það var sem sagt hrós;) Mínar litlu hendur...
Svo ég er allavega ekki á leiðinni að flytja til Íslands á næstunni. Búin að vera hér í tvö ár núna og ætli ég verði ekki í nokkur ár enn! En þið megið endilega koma og heimsækja mig...:) Ég er enn eina ferðina i pinku lítilli íbúð en það er alltaf nóg pláss:)

Jæja nóg af bloggi í bili, látið nú heyra í ykkur...ég hef ekki efni á símreikningnum mínum en svara næstum alltaf ef síminn hringir!