Þá er ég orðin húseigandi. Eða hálfur húseigandi mætti segja. Húsinu er skipt í tvær íbúðir og á ég aðra þeirra. Þetta er þriðja íbúðin sem ég eignast á ævinni. Aftur á móti ég hef aldrei átt bíl. Geri aðrir betur.
Þetta er eiginlega allt Ma að kenna. Eins og kunnugir kannski vita er hún mikil húsaáhugamanneskja og sleppur engin fasteigna auglýsing fram hjá hennar kvika auga. Hún var því ekki sein á sér, þegar hún sá ævafornt timburhús á eyrinni til sölu, að síma til útlanda og telja mig á að fjárfesta í kotinu. Svo sem ekki erfitt að fá mig í svona vitleysu:)
Það var því boðið í íbúðina, skrifað undir og borgað út, og nú á ég hálft hús á Akureyri. Jólafríið mitt mun því, að hluta til, fara í að rífa af gólfum, mála veggi og pússa tréverk.
Glæsivillan mín stendur við Lundargötu og hér má sjá slotið.
miðvikudagur, desember 12, 2007
Gott hús er gestum heill
Birt af Gagga Guðmunds kl. 19:29
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|