Ég var að ljúka við að horfa á myndina "Girl with a pearl earring". Ógurlega varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Ég las bókina á ensku fyrir jólin og heillaðist algjörlega. Sagan er góð og lýsingarnar svo fallegar. Persónurnar ljóslifandi og hin dulda spenna á milli þeirra skein í gegn án þess að vera yfirgnæfandi. Myndin var hörmuleg. Það vantaði tvo þriðju hluta sögunnar inn í hana. Mér leið eins og ég væri að lesa tuttugustu hverja blaðsíðu bókarinnar meðan ég horfði á myndina. Sagan afbökuð og "dramatíseruð" fram úr öllu hófi, áhrifamiklum atriðum sleppt algjörlega. Og svo er gert ráð fyrir að áhorfandi sé all verulega heimskur. En svona eru kvikmyndir eftir bókum víst.
Er komin með bakþanka um að sjá Flugdrekahlauparann í bíó í næstu viku. Las bókin. Tími varla að spilla þeirri upplifun.
sunnudagur, febrúar 03, 2008
Blindur er bóklaus maður
Birt af Gagga Guðmunds kl. 19:11
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|