Fyrir nokkrum árum var Skodsborg spa ekki nærri því eins stórt og það er í dag. Í dag ganga hlutirnir þannig fyrir sig að fólk tilkynnir komu sína í hótelafgreiðslunni og er þaðan vísað inn í stórt og flott biðherbergi þar sem boðið er upp á te, vatn og ávexti meðan fólk bíður þess að verða sótt af sínum snyrtifræðingi eða nuddara. Ég veit ekki alveg hvernig þetta var í "gamla daga" en þá voru allavega ekki nærri því eins mörg herbergi og fólk tilkynnti komu sína í spa afgreiðslunni.
Eitt sinn mætti þangað maður (köllum hann þann svartklædda) sem átti pantaðan nuddtíma. Það var enginn í afgreiðslunni svo hann stillti sér upp og beið. Stuttu síðar gengur að honum maður klæddur í hvítt frá toppi til táar og stillir sér upp við hliðina á honum. Það var enginn annar á svæðinu svo eftir stutta stund spyr sá hvítklæddi hinn manninn; "Nudd?" Jújú svartklæddi maðurinn tók undir það og saman gengu þeir svo bakvið tjald og inn í nuddstofuna... könnuðust greinilega við sig á staðnum. Þeir snúa baki hvor í annan, eins og vandi er þegar fólk afklæðist, en þegar sá svartklæddi snýr sér við sér hann að sá hvítklæddi er ber að ofan. "Fyrirgefðu" segir hann, "ert þú ekki að fara að nudda mig?". "Ha! Nei! Ert þú ekki að fara að nudda mig?" spyr sá hvítklæddi. Ja nei, ekki hélt sá svartklæddi það nú!
Get ímyndað mér að þeir hafi verið snöggir í fötin og rokið aftur út! Sá hvítklæddi var sem sagt kokkur á hótelinu sem skaust niður í nudd í hádeginu og var bara að brydda upp á umræðuefni við þann svartklædda meðan þeir stóðu svona tveir einir að bíða eftir afgreiðslu;)
Ja sei sei...ef maður væri ekki bundinn þagnarskyldu í vinnunni þá ætti ég nokkrar fleiri sögur í pokahorninu... en ég bíð spennt eftir að gera góðan skandal sem ég má segja frá!
fimmtudagur, febrúar 28, 2008
Af hverju á ég aldrei nein svona móment?
Birt af Gagga Guðmunds kl. 21:07
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|