Ég er ekki mikil sölukona í mér. Það eru alltaf einhverjar sölukeppnir í vinnunni en einhvernveginn fara þær alveg fram hjá mér. Þegar mikið er að gera, sem er eiginlega alltaf, gef ég mér engan tíma í að selja vörur, oftast þó vegna þess að ég hreinlega nenni því ekki. Það væri svo sem ekki slæm hugmynd að reyna að selja meira því ég fæ 10% í sölulaun, en neinei, engin græðgi á þessum bæ!
Á venjulegum mánuði er ég vön að selja fyrir kannski 100 þúsund krónur, en síðustu tvo mánuði hef ég bara ekkert nennt að standa í þessu, vil bara ljúka vinnudeginum af og komast heim;) Í gær var ég hins vegar greinilega í banastuði í sölumennskunni og seldi fyrir 40 þúsund kall. Góð! Konur geta alveg misst sig í innkaupum þegar þær komast í feitt. Ef ég gerði þetta á hverjum degi væri ég í góðum málum, ha!
Reyndi nú aðeins fyrir mér aftur í dag en gekk ekki alveg jafn vel og í gær. En ja, margt smátt gerir eitt stórt sagði maðurinn. Gallinn við mig sem sölukonu er líka að ég er svo ansi heiðarleg, myndi aldrei ráðleggja fólki að kaupa vörur sem mér sjálfri finnst ekki góðar. Og ég ætla bara að halda mig við þann stíl, hvað sem sölulaunum líður:)
laugardagur, mars 01, 2008
Life of a saleswoman
Birt af Gagga Guðmunds kl. 18:08
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|