Ég skrapp í heimsókn til Marianne á föstudagskvöldið. Ég var að koma heim núna. Ég fer sko ekki í heimsóknir nema gera það almennilega. Tilgangur heimsóknarinnar var að slappa af og spila Buzz fram á rauða nótt, sem við og gerðum. Nema hvað, ég er alveg úrvinda núna. Það vildi þannig til að síðasti hokkíleikur tímabilsins hjá John, manninm hennar M, var á föstudagskvöldinu, og klukkan þrjú um nóttina fylltist húsið af hokkígaurum og bjór. Ég var fljót að forða mér inn í rúm með bók, svaf þó furðu vel þrátt fyrir smá læti. Í gær lágum við M svo í makindum fyrir framan sjónvarpið mestallan daginn meðan gleðskapurinn hélt áfram hjá guttunum, þeir komu og fóru allan daginn, mismargir.
Því miður áttaði ég mig ekki á að taka mynd af mér, fékk nefnilega lánuð föt af John sem er tveir metrar á hæð, þar sem ég hafði mætt í kjól og á hælum á föstudeginum. Ég var því í ermalausum gríðarlega víðum bol sem náði mér næstum niður á hné, svörtum joggingbuxum sem voru hálfum metra of síðar og tíu númerum of víðar og ullarsokkum sem náðu mér upp að hnjám; sem sagt einstaklega lekker! Ekta kósí klæðnaður:) Sem betur fer fattaði ég þó að taka mynd af Marianne.
Við M fórum að sofa um miðnætti í gærkvöldi, en ekki svaf ég alveg jafn vel og nóttina áður. Klukkan 3 komu tveir guttar heim og klukkan 6 komu svo næstu tveir, svo ég var meira og minna vaknandi alla nóttina vegna umgangs og blaðurs. Einn naggur villtist svo inn í herbergið mitt hinn hressasti og var honum harkalega vísað á réttan stað.
Ég er því ansi sybbin núna og býst við að ég skríði snemma undir feld í kveld eftir afslöppunarhelgina miklu;)
Hérna er svo John "Rocky" í svarta bolnum og Johan félagi hans.
sunnudagur, mars 09, 2008
Hótel Hørsholm
Birt af Gagga Guðmunds kl. 17:38
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|