Jæja þá lenti maður í smá drama i vinnunni, loksins! Við Marianne heyrðum í gær hróp innan úr einu herberginu og þutum af stað til að kanna málið. Þar stóð þá Cate með nakta, meðvitundarlausa stelpu í fanginu að reyna að leggja hana á bekkinn. Við skelltum henni í heimatilbúna hliðarlegu og Marianne hljóp fram til að hringja eftir lækni. Ég byrjaði á því að frjósa alveg, vissi ekkert hvað ég átti að gera, en áttaði mig þó fljótt, vafði hana inn í lak og tékkaði púls og öndun. Hjartað sló á fullu og stelpan var kald sveitt og hálf blá grá í framan með hálf opin augun, frekar óhugnalegt. Ég reyndi að vekja hana, kalla nafnið hennar en náði engu sambandi.
Eftir nokkrar mínútur byrjaði hún að skjálfa og ég hélt hún væri að fá krampa. Skjálftinn varð svo meiri og þá varð mín nú smá smeyk! Ég er greinilega ekki góð undir álagi! Ég skildi Cate því eftir með stelpuna og hljóp fram í afgreiðslu til að tékka á læknastöðunni, en það er sjúkrahús á hótelinu og því ekki langt í hjálp. Læknirinn kom, eða hjúkkan, veit ekki hvort hún var, og ég vísaði henni inn í herbergið þar sem stelpan lá og skalf. Stuttu seinna mætti kærastinn svo á svæðið, hann hafði verið í dekri líka, en þá var stelpugreyið byrjað að kjökra svo hún var að ranka við sér.
Ég lét mig hverfa þarna, var með kúnna í fótsnyrtingu og þurfti að lakka neglur. Ég titraði svo að ég veit ekki hvernig mér tókst eiginlega að lakka táneglurnar á henni rauðar;) En hún var mjög ánægð!
Þegar ég kvaddi kúnnann minn sat stelpan svo inni í biðherberginu með smoothie, svo ég andaði léttara.
Hún hafði verið í baði og orðið ómótt og fór úr baðinu því hún þurfti að æla. Við vaskinn hafði hún svo hnigið niður en Cate náð að grípa hana.
Ég er að hugsa um að vinna aldrei á sjúkrahúsi bara!
mánudagur, mars 03, 2008
Smá dramasaga
Birt af Gagga Guðmunds kl. 20:13
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|