Þá er vorhreingerningum lokið. Ég get greinilega ekki tekið til án þess að það taki allan daginn. Byrjaði á að taka til og ryksuga, flutti svo húsgögnin horna á milli, ryksugaði aftur, þvoði þvott og þreif og skrúbbaði hátt og lágt eldhús og bað, ryksugaði loftin og veggina, og gólfin svo í þriðja skiptið. Hefði þurft að fá Cillit Bang konuna í flísarnar yfir eldavélinni, en þetta tókst með Ajaxinu. Afkalkaði svo hitakönnuna og skrúbbaði og olíubar stofuborðið.
Núna á ég bara eftir að leggja sjálfa mig í bleyti og þvo af mér köngulóarvefinn, og þá er allt reddí. Maður gæti jafnvel fengið fólk í heimsókn í íbúðina eins og hún glansar núna! Sei sei...
þriðjudagur, febrúar 05, 2008
Skrúbbi skrúbbbb...
Birt af Gagga Guðmunds kl. 19:32
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|