föstudagur, maí 09, 2008

Förukona

Jæja! Þá hefur húsmóður hlutverkinu verið sinnt af miklu kappi í rúma viku. Það er búið að henda og kaupa, skúra og skrúbba, elda og baka, og fer þetta alveg ljómandi vel í mig. Eins og góðri húsmóður sæmir hef ég gert eldhúsið að mínu yfirráðasvæði og hefur það val mitt ekki valdið neinum ágreiningi á heimilinu;)

Nú er þó komið að því að ég þarf að ferðast norður yfir heiðar til að sinna búskap á heimili foreldra minna í 10 daga meðan þau bregða sér af bæ til útlanda. Húsbóndinn á litla heimilinu í Breiðholtinu verður því að sjá um sig sjálfur á meðan og óljóst er á þessari stundu hvort ég muni koma að honum grindhoruðum og vannærðum eða feitum og sællegum af skyndibitamat þegar ég sný aftur. Skinkuhornin sem ég skil eftir handa honum duga skammt.