Ráðskonuhlutverkið er ljúft. Vakna klukkan hálf sjö á morgnana til að bera út Moggann, fæ mér morgunmat og halla mér svo aftur fram að hádegi að minnsta kosti. Þá er förinni heitið í heklnám hjá ömmu Láru sem byrjaði í gær, þar sem ég sit með tunguna út úr mér fram eftir degi og hekla dúllur og hlusta á Megas. Er ég alveg að ná tökum á þessu. Í eitt teppi þarf 120 dúllur, svo ég ætti að vera að ljúka verkinu um áramótin. Amma les upp ljóð og bakar vöflur sem ég færi Gumms. Kvöldmaturinn er tilbúinn hjá mér klukkan níu þegar strákarnir koma heim úr ökuskólanum og þá fer nú að koma háttatími aftur.
"Hvað ert þú eiginlega gömul Ragnheiður?" spurði Gumms mig í gærkvöldi. "Uhh ja 28" sagði ég. "Af hverju spyrðu?". "Þú situr fyrir framan sjónvarpið og ert að HEKLA!!"
fimmtudagur, maí 15, 2008
Hekl
Birt af Gagga Guðmunds kl. 23:00
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|