Þrifin tókust svona ansi vel hjá okkur ma...hún þreif. Ég skrifaði auglýsingar og hengdi upp á útidyrnar í nágrannastigagöngunum, reyna að losna við húsgögnin mín, og pakkaði svo öllu dótinu mínu niður í kassa. Ótrúlegt hvað maður sankar að sér miklu drasli..ég sem hélt ég ætti ekki neitt!
Konan í næsta stigagangi sem selur þvottamyntir keypti fataskápinn minn. Hann var ferlíki. Við bönkuðum uppá hjá nágrannanum, stórum og stæðilegum manni, og báðum um aðstoð við að flytja skápinn, og ég hlóp út á götu til að finna annan álitlegan karlmann í verkið. Ég hef sjaldan eða aldrei hikað við að bera þunga hluti, en þetta taldi ég vera karlmannsverk. Ég fann engan karlmann svo ég hljóp aftur upp til að kanna stöðuna, kem þá að Lars nágranna og gömlu þvottakonunni að bera skápinn niður...jeminn...hún er sextug písl. Ég greip inní og við Lars héldum á skápnum niður tröppurnar og út á götu. Þar gafst ég upp og kallaði á mann sem var að labba framhjá.
Ég endaði svo á því að festa hurðirnar á skápinn og setja hillurnar inn fyrir gamla fólkið, þau voru alveg bjargarlaus!
Við ma lukum svo við að pakka og þrífa daginn eftir og Stína flutti dótið með okkur, bíllinn kominn í lag!
Ma fór til Íslands á sunnudegi og við Stína komum dótinu í flutning á miðvikudeginum. Afgangurinn af miðvikudeginum fór svo í að finna kjól á mig og tók það mig allan daginn. Á fimmtudeginum fór ég í flug til Íslands og er nú búin að vera í viku í Reykjavík. Það er mjög fljótt hlaupið yfir sögu í þessari færslu, en það er af því ég hef verið svo löt að skrifa:)
Og já, framhald fylgir!!
miðvikudagur, maí 07, 2008
Upprifjun 2
Birt af Gagga Guðmunds kl. 22:11
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|